Fjölrit RALA - 15.11.2004, Page 66
Skaðvaldar/Landgræðsla 2003
56
Ryðsveppir (132-9431)
Árið 2000 hófst rannsóknaverkefnið Varnir gegn ryðsveppum á ösp og gljávíði. Ráðist var í
þetta verkefni vegna þess að árið 1999 uppgötvaðist nýr ryðsjúkdómur í alaskaösp hér á landi
og einnig hafði nýr ryðsveppur verið að breiðast út í gljávíði í nokkur ár. Meginmarkmið þessa
verkefnis var að finna ryðþolna klóna af þessum tijátegundum. Einnig var útbreiðsla
ryðtegundanna könnuð árlega.
Nýtt kynbótaverkefhi í ösp hófst svo árið 2002, þar sem nýttar eru niðurstöður fyrra
verkefnis. Þremur klónum sem komið höfðu vel út í smitunartilraununum var vixlað við aðra
efiiilega klóna og innbyrðis, alls 18 víxlanir. Vorið 2003 voru teknir græðlingar af 12.000
plöntum sem eru afkvæmi úr víxlunum, og þeim fjölgað fyrir tilraunir með ryðþol. Sumarið
2003 voru tilraunir gróðursettar á Sóleyjabakka í Hrunamannahreppi og á Reykhólum í
Reykhólasveit. Mat á ryðþoli gljávíðiklónanna var gert haustið 2002, en er lítt marktækt vegna
þess hve plöntumar eru enn litlar. Haustið 2003 var tilraunin metin í annað sinn.
Ræktun á röskuðum svæðum (132-9487)
Reynd er notkun innlendra úthagaplantna í vegfláa í Hrunamannahreppi. Haustið 2001 hófúst
tilraunir til að prófa mismunandi aðferðir við ræktun á röskuðum svæðum. Prófaðar em
sáningar, flutningur heilla gróðurtorfa og útplöntun. Árangur aðgerða verður mældur með
gróðurgreiningu.
Sumarið 2003 var þekja tegunda mæld i vegfláanum og blómgun og fræframleiðsla skráð.
Nokkur munur reyndist vera á haust- og vorsáningu þar sem rauðsmári var með mun meiri
þekju eflir vorsáningu og það var til þess að aðrar tegundir þöktu minna.
Af innlendu úthagategundunum reyndust kattartunga og gulmaðra vera fljótastar að ná
fótfestu, bæði með fræmyndun og renglumyndun en giljaflækja, gullkollur, holtasóley og
hvítmaðra mynduðu einnig fræ.
Eftirverkun seinvirkra og hefðbundinna áburðargerða var mæld í tilraun sem staðið hefur ffá
1992.