Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 11
1. INNGANGIJR
Eftir að hin svonefnda rúllutækni við heyskap ruddi sér til níms hafa á Hvanneyri verið
gerðar ýmsar tilraunir með verkun heysins í því skyni að finna hentugar og ódýrar leiðir til
öflunar vetrarfóðurs. Nokkum hluta þessara tilrauna má kalla samtengdar tilraunir þar eð
fylgst er með ferli heysins frá slætti til fóðrunar, þannig að einnig megi meta viðbrögð
búfjárins við því (Bjarni Guðmundsson 1995). Fyrsta verkefni þessarar tegundar var
samanburður á heyi verkuðu í rúllum við súgþurrkaða töðu sem gerður var á árunum
1988/89 og 1989/90. Voru ær fóðraðar á heyinu vetrarlangt (Sigríður Jónsdóttir 1991).
Svipuð fóðurgæði náðust með báðum aðferðum. Þurrheyið geymdist heldur betur en
útihey í rúllum. Hvorki kom fram munur á frjósemi ánna á milli hópa né fallþunga lamba
þeirra að hausti.
Sumarið 1990 hófst síðan rannsókn á Hvanneyri, er standa skyldi tvö ffamleiðsluár,
þar sem kanna átti áhrif þurrkstigs heysins við bindingu á verkun þess og fóðurgildi handa
sauðfé. Þótt forþurrkun hafi oftast nær bætandi áhrif á verkun heys við gerjun verður
henni ekki alltaf við komið án áfalia í fslenskri sumarveðráttu. Því þótti rétt að rannsaka
þennan áhrifaþátt og þá í þeim mæiikvarða að byggja mætti mat á hagkvæmni
heyverkunaraðferðanna á niðurstöðum rannsóknarinnar.
f rannsókninni voru bomir saman tveir liðir:
a: Þvalt rúlluhey - lítið forþurrkað (35-45% þurrefni).
b: Þurrlegt rúlluhey - mikið forþurrkað (50-65% þurrefni).
Metinn var árangur verkunar heysins, Iieyát ánna svo og þrif þeirra og frjósemi. Hér
verður sagt ifá rannsókninni og helstu niðurstöðum hennar.
2. FRAMKVÆMD RANNSÓKNARINNAR
2.1 Heyöflunin
Bæði árin var megin uppistaða tilraunaheysins fengin af sömu túnspildunum. Eru þær á
framræstu mýrlendi. Þær fengu hefðbundinn túnskammt tilbúins áburðar að vori (500
kg/ha af Græði 8) en auk þess nokkra haustbreiðslu kúamykju bæði árin. Aldur
ræktunarinnar endurspeglast í gróðurfari spildnanna. í uppskeru fyrri sláttar fór mest fyrir
snarrótarpunti (40%) og vallarsveifgrasi (15-20%). Ennfremur var þar knjáliðagras (10-
20%), língresi (5-15%), vallarfoxgras (5-15%) og blómjurtir (10%). í hánni (1991-1992)
bar hlutfallslega meira á vallarsveifgrasi en í fyrri slátfar heyinu. Fyrra árið var einnig
tekið með hey af þremur litium spildum en á þeim rfktu vallarfoxgras og vallarsveifgras að
jöfnu. Að heymagni svaraði uppskeran af þeim til liðlega þriðjungs tilraunaheysins. í 1.
töflu er yfirlit yfir heyöflunina:
5