Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 15

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 15
tilraunaliðar. Þar sem notaðar voru tvenns konar bindivélar var aðhvarfið reiknað fyrir sitt hvora vélargerð (fastkjama - og lauskjarna): Fastkj. - Vermeer: y = 12,8 x - 0,117 x2 - 145 R2 = 0,47 p <0,10 Lauskj. - Krone/D. Falu: y = 10,8 x - 0,099 x2 - 103 R2=0,91 p <0,001 Hér er y er rúmþyngd heysins í böggunum, kg þe./uf, en x þurrefni heysins við bindingu, %. Fastkjarna bindivélin batt heyið 3-6% fastar en lauskjarnavélamar á þurrefnisbilinu 40-65% þe. Hámarksþéttleika heysins náðu báðar vélargerðir við sama þurrkstig, 55%; hann varð 206 kg þe. í rammetra úr fastkjama vélinni samanborið við 194 kg þe. úr lauskjarnavélunum. Miðað við meðalþurrkstig heysins við bindingu var þéttleiki bagga í a-lið 150-190 kg þe./m3 (35-45% þe.) en 180-200 kg þe./m3 í b-lið. Liðamunurinn er um það bil 12%. 3.3 Verkun heysins í böggunum 3.3.1 Myglumyndun Sýnileg mygla á böggunum var metin þegar að gjöfum kom eftir að plasthjúp hafði verið sprett utan af þeim. Telja má myglumatið strangt. Niðurstöður þess em dregnar saman í 3. töflu: 3. tafla. Mygla í rúlluböggunum 1990-1991 mi-i99i a: þvalt b: burrt a: þvait hUamt Myglulausir baggar, % 18 38 23 40 - á A-skeiði, % 30 ÍOO 38 60 Myglulausir baggar, M, % - - 100 100 - á A-skeiði, % - - 89 100 Hent vegna myglu, % af heyi 8,9 3,4 <0,5 <0,5 úr M. % - 0 0 Niðurstöðum ber saman á milli tilraunaáranna tveggja. Hlutfall myglulausra bagga var hærra í flokki bagga úr mjög vel forþurrkuðu heyi; 38-40% á móti 18-23% í þvala heyinu. Þá er það líka athyglisvert að myglulausum böggum fækkaði þegar leið fram á vorið. Þetta hefur áður komið fram í tilraunum á Hvanneyri (Sigríður Jónsdóttir 1991). Það vekur lfka athygli hve háarbaggamir urðu fyrir litlum skemmdum. Enginn háarbaggi, sem gefið var úr á A-skeiði (fram að fengitíð), hafði vott af myglu og aðeins örfáir háarbaggar úr þvala heyinu, sem gefið var úr undir vorið, höfðu væg myglueinkenni. Þá ályktun má draga af niðurstöðum að gmndvöllurinn að myglumyndun í heyinu sé ekki síst lagður með veðmn plasthjúpsins í hlýviðri eftir slátt á miðju sumri. Um og upp úr háarslætti er orðið kaldara í veðri og sólfar minna. Súrefnisgegndræpi plasthjúpsins vex mjög með hitastigi umhverfis (Daponte 1990). 9

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.