Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 18

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 18
4. tafla. Breytingar á fóðurgildi heysins við geyrnslu Meltanleiki, % Hráprótein, g/kg þe. a: þvalt b: þurrlegt a: þvalt b: þurrlegt v.bind. v.gjaf. v.bind. v.gjaf. v.bind. v.gjaf. v.bind. v.gjaf. 1990/91 77,4 76,2 74,9 76,0 144 154 148 147 1991/92 69,9 69,3 69,5 69,5 149 154 142 148 Meðalhlutfall 100 99 100 101 100 105 100 102 FE/kg þe. 0,77 0,76 0,75 0,76 Það urðu sáralitlar breytingar á fóðurgildi heysins við verkun þess og geymslu í böggunum. Meltanleikinn féll ívið meira í a-lið (þvala heyinu) en hinu sem meira var forþurrkað. Munurinn er þó innan skekkjumarka mæliaðferðar meitanleikans. Hrápróteinhlutfallið steig lítið eitt við geymsluna. Má líklega skýra það með því litla þurrefnistapi sem mældist. Sennilega hefur það einkum verið smávægilegur bruni kolvetna vegna öndunar. Tölumar neðst í 4. töflu sýna nokkru meiri mun á milli liðanna a- og b- hvað snertir orkugildi heysins við bindingu heldiu- en fram kom í 3.1. Skýringin á mismuninum liggur í því að tölumar í 4. töflu byggjast á lítið eitt öðru gagnasafni en tölumaríkafla3.1. Þær litlu breytingar, sem urðu á fóðurgildi heysins frá bindingu til gjafa, styðja tölumar um reiknað þurrefnistap (sjá kafla 3.3.3). Það virðist því sem geymslutapið miðað við meltanlegt þurrefni hafí hvomgt tilraunaárið farið fram úr 2-3%. Má telja það góða nýtingu og sambærilega við árangur vel heppnaðrar verkunar (gerjunar) votheys (McDonald et al. 1991). Myglumyndunin hefur sýnilega ekki spillt mældu fóðurgildi heysins. Þó má sjá að heldur meiri rýmun meltanleika þurrefnis heysins varð það árið sem hvað mest bar á myglu í þvf (a-liður 1990/1991). Áhrifin eru þó það lítil að vart er orð á gerandi. 3.4 Heyát ánna Niðurstöður mælinga á heyáti ánna em sýndar í 5. töflu. Heyátið er reiknað í kg þe. á á og dag og er greint eftir fóðmnartímabilum, sbr. 2. töflu. Fyrra árið vora veturgömlu æmar (v) og þær eldri (f) fóðraðar sitt í hvom lagi um tíma. Meðaltal heysáts á tilraunatímabilum er vegið eftir fjölda daga hvers tímabils. Tölur í svigum tákna meðalþurrefnisprósentu heysins við gjafir: 12

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.