Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 21
3.6 Frjósemi ánna og afurðir
Meðaltölur um frjósemi ánna eru f 7. töflu, Er þar miðað við fædd lömb. í sömu töflu eru
einnig tölur um fæðingarþunga lambanna og vegin meðaltöl hans eftir irjó.semiflokkum.
7.tafla. Frjósemi ánna og meðalfæðingarþungi lamba
1990-1991: a b a b
Þrflembdarær 1 1 3,20 2,60 *
Tvílembdar - 68 80 3,27 3,54 **
Einlembdar - 25 14 ém 4.32 em
Ær sem létu 1 2 3,39 3,58 veginn mefíalþ.
Getdarær 5 3
Fædd lömb/100 ær 165 178 5,58 6,37 burðarþungi
1991-1992; fyrri slægja: a b a b
Þrflembdar ær ii 7 2,80 3,39 *
Tvflembdar - 64 55 3.40 3,39 em
Einlembdar - 11 34 4,25 m em
Geldarær 14 4 3,34 3,46 veginn meðalþ.
Fædd lfímb/100 ær 171 166 5,71 5,75 burðarþungi
1991-1992; há: a b a b
Þrflembdar ær 3 3 3,03 3,30 em
Tvílembdfir - 69 75 3,54 3,62 em
Einlembdar - 20 16 43í 4 03
Geldarær 8 6 3,61 3,64 veginn meðalþ.
Fædd lfímb/100 ær 167 175 6,01 6,38 burðarþmgi
em: p > 0,05; *: p < 0,05; **: p < 0,01
Æmar, sem fengu þurrlega rúiluheyið (b-liður), reyndust lítið eitt ftjósamari en hinar sem
fengu það þvala (a-liður). Veginn fjöldi fæddra lamba bæði tilraunaárin var 173 eftir 100
vetrarfóðraðar ær í b-lið en 167 lömb í a-lið. Niðurstöður fyrra ársins og háarhóps þess
síðara eru mjög sambærilegar. Hins vegar sker fyrri slægju-hópurinn 1991-1992 sig
nokkuð úr því í honum reyndust mun fleiri ær úr a-lið tví- og þrílembdar en í b-hópi. Þá
urðu mun fleiri ær geldar í a- en b-hópi. Mismunur á frjósemi ánna var prófaður með
fervikagreiningu þar sem hver ær fékk gildi eftir frjósemi (3,2,1,0). í engum
tilraunaflokkanna reyndist munurinn vera marktækur (p <0,05).
Fæðingarþungi lamba úr b-hópi reyndist vera 1- 6% meiri en fæðingarþungi lamba
úr a-hópi. Þungamismunur á milli tilraunaliðanna innan frjósemiflokka var þó í fæstum
tilvikum marktækur, sbr. aftasta dálk töflunnar.
Loks eru í 7. töflu tölur um reiknaðan burðarþunga, þ.e. að saman er reiknuð í eina
tölu fijósemi ánna og þungi lamba við fæðingu. Reyndist burður hverrar vetrarfóðraðrar
áar að jafnaði vera 7% þyngri í hópunum sem fengu þurrlega rúllubeyið en í þeim hópum
sem fóðraðir voru á lítt forþurrkuðu rúlluheyi (6,15 kg/á í b-lið; 5,73 kg/á í a-lið). Svo er
að sjá að fijósemi ánna og fæðingarþungi Jambanna hafi hneigst í sömu átt og munur á
heyáti ánna á milli tilraunaliðanna. Meira heyát á mikilvægum tímum innifóðrunar hefur
leitt til öllu rneiri fijósemi ánna og til þess að lömb urðu ívið þroskameiri við fæðingu.
15