Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 22
3.7 Ullargæði
Fyrra tilraunaárið var gerð einföld athugun á áhrifum heytegundanna á ullargæðin. Var
hún gerð þannig að eftir að æmar höfðu verið fóðraðar á tilraunaheyinu í tæpar sjö vikur
(9. janúar 1991) voru tekin ullarsýni af völdu úrtaki úr hveijum aldursflokki þeirra. Valdar
voru 10 ær úr hvorum höpi. Ullarsýnin vora tekin á þremur stöðum: af herðum, síðu og
læri. Þvoítarýmun ullarsýnanna var mæld. Metið var heymor svo og toglitur ullarsýnanna.
Fylgt var aðferð sem Stefán Aðalsteinsson og Margrét Grétarsdóttir (1978) lýstu. Þá mat
þjálfuð ullarvinnslukona mýkt togs og þels eftir sérstöku matskerfi (Jóhanna E.
Pálmadóttir - persónuleg heimild 1991). Allar einkunnir era þannig að hæst var gefið 10
væri sá eiginleiki ullarinnar eins og best er á kosið. Meðalniðurstöður mælinga og mats
era sýndar í 8. töflu:
8. tafla. Mæld og metin gæði ullar tilraunaánna
Herðaull Síðuull Læraull Meðaltal
Þvottarýmun, %
a - þvalt hey 23,0±3,6 26,4±4,1 28,3±5,3 25,9
b - þurrlegt hey 20,3±3,3 26,7+3,9 29,8±5,0 25,6
Heymor, einkunn
a - þvalt hey 9.1 9,6 9,7 9,5
b - þurrlegt hey 8,8 9,8 9,1 9,2
Toglitur, einkunn
a - þvalt hey 6,9 7,2 4,8 6,3
b - þurrlegt hey 6,8 6,7 4,8 6,1
Mýkt togs, einkunn
a - þvalt hey 7,0 7,2 4,8 6,3
b - þurrlegt hey 5,8 5,8 4,8 5,5
Mýkt þels, einkunn
a - þvalt hey 7,7 8,2 6,8 7,6
b - þurrlegt hey 7,0 7,4 6,6 7,0
Fkki reyndist munur á milli hópanna tveggja vera marktækur hvað neinn þessara eiginleika
snerti. Breytileikinn innan hvors hóps var töluverður. Nokkurrar tilhneigingar gætir í þá
átt að ull ánna, sem fengu þvala heyið, hafi hlotið jafnhærri gæðaeinkunn en ull af ánum
sem fengu þurrlega rúlluheyið. Einna mestur varð munurinn á einkunnum fyrir mýkt
ullarinnar. Þar virtist þvala rúlluheyið gefa mýkri ull, jafnvel þó ær beggja flokka væra í
sama húsi. Sennilega mætti því vænta meiri munar á milli hópanna væra hús aðskilin því
vitað er að húsaloftið hefur mikil áhrif á eiginleika ullarinnar (Grétar Einarsson 1980).
Sú ull var metin hæf til handvinnslu sem hlaut einkunnina 7 eða hærra fyrir mýkt
togs og þels. Væri nú öllum sýnum skipt eftir því hvora megin þessa marks einkunn
þeirra féll kom í ljós nær marktækur munur á flokkuninni (0,10>p>0,05); m.ö.o. að
lilutfall vinnsluhæfra ullarsýna var hærra í ærhópnum sem fékk þvala rúlluheyið (66%) en
f hinum sem alinn var á þurrlegu heyi (54%).
Þessi athugun var ekki endurtekin seinna tilraunaárið enda æmar þá allar rúnar þegar
eftir hýsingu um haustið.
16