Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Side 29
1. INNGANGUR
Um og upp úr 1990 fóru að koma á markað rúllubindivélar með hnífabúnaði. Þess var
vænst að með því að skera heyið líkt og gert er í fjölhnífavögnum mætti fá þáttari bagga
og þannig draga úr kostnaði við geymslu heysins. Þess var og vænst að skorið mundi
heyið verkast betur og ef til vill einnig verða lystugra. Samanburður á verkun og notagildi
skorins heys við hefðbundna meðferð heys í rúllum var hafinn á Hvanneyri sumarið
1991. Liggur þegar fyrir uppgjör tveggja tilrauna þar sem verkun heysins og
fóðrunarvirði fyrir gemlingslömb var rannsakað (Bjami Gúðmundsson 1993 og 1994).
Ekki bentu niðurstöður þeirra til þess að mikið væri að vinna við að skera heyið, sé miðað
við þéttleika heysins í böggunum, verkun þess og lystugieika. Niðurstöður hliðstæðra
tilrauna erlendis frá liggja ekki fyrir enn.
Framleiðsluárið 1992-1993 var gerð
tilraun með samanburð á verkun og
fóðurgiidi skorins og óskorins rulluheys
handa ám. Tilraunina skyldi gera í þeim
mælikvarða að heyið entist til fóðrunar ánna
mestan hluta vetrar, og að aðstæður allar
líktust því sem gerist við heyöflun handa
sauðfé og fóðrun þess. Byggja skyldi sem
mest á heyfóðrun og var því reynt að miða
heyöflunina við það að nokkur hluti heysins
væri mjög efnaríkt hey en annað aðeins gott
viðhaldsfóður.
1. mynd. Hnífabúnaður í rúllubindivél:
1. sópvinda, 2. forþjappa, 3. hnífaröð.
Hér verður greint frá framkvæmd tilraunarinnar og niðurstöðum hennar.
2. FRAMKVÆMD TILRAUNARINNAR
2.1 Heyöflunin
í tilrauninni var heysins aflað í tvennu lagi. Helstu upplýsingum um sláttutíma,
grastegundir og fleira er raðað sarnan í 1. töflu.
Bundið var með rúllubindivél af gerðinni WELGER GP 200 (Bútæknideild 1992).
Það er lauskjama rúliubindivél með forþjöppu og skurðarbúnaði (sjá 1. mynd) en hann
má tengja og aftengja á andartaki, Bindingu var hagað þannig að hey úr öðrum hveijum
garði var skorið við bindinguna. Að öðra leyti var meðferð heysins hin sama. Böggum
var komið fyrir til geymslu óyfirbreiddum í þriggja laga stæðu utanhúss.
23