Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Qupperneq 31

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Qupperneq 31
1. skeið 16.11.-18.12. Tilraunahey (I) eftir átlyst + fiskmjöl (hluti); 2. skeið 19.12.-5.2. Tilraunahey (II) - takmörkuð; föst gjöf; 3. skeið 6.2. - 16.3. Sama fóðrun allra hópa - engjahey úr rúllum (óskorið); 4. skeið 17.3.- 9.5. Tilraunahey (I) eftir átlyst; 5. skeið 10.5. og fram úr Sama fóðrun allra hópa - súgþurrkuð taða, og síðan túnbeit; Við gjafir voru sýni tekin úr hverjum bagga um leið og hann var opnaður. Daglega voru tekin sýni úr moði og þeim blandað saman í eitt sýni frá hveijum hópi fyrir vikuna. Sami háttur var hafður á sýnatöku úr heygjöf á öðru og þriðja fóðrunarskeiði. Frá og með öðru fóðrunarskeiði (19. desember 1992) voru ærnar í undirflokkum hvors aðalhóps aldar saman. Á tímabilinu 1.-12. mars voru æmar rúnar að nýju (snoðaðar). Sauðburður gekk í garð 4. maí. Eftir 10. maí var hey ekki vigtað í æmar en hins vegar séð til þess að ær úr báðum aðalflokkum fengju sambærilegan viðurgeming í fóðri. Daglega var allt fóður ánna vegið svo og moð frá þeim. Gefið var einmælt. Við fóðmn á tilraunaheyinu var dagsgjöfin höfð það mikil að moð yrði 5-10% hennar. Á öðm og þriðja skeiði var gjöfin höfð næg en takmörkuð og þá hin sama fyrir báða hópana. Gát var höfð á heyslæðingi. Tilraunaæmar vom vegnar reglulega, oftast hálfsmánaðar- lega. Um leið voru hold þeirra metin til stiga. Sami matsmaðurinn annaðist það verk vetrarlangt. 3. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNARINNAR 3.1 Rúmþyngd heysins Mæld var rúmþyngd heysins í böggum að lokinni bindingu. Mælingamar voru gerðar á fimm böggum úr hvorum lið af hverri spildu. Niðurstöður þeirra era sýndar í 2. töflu. Tölumar tákna kg þurrefnis í bagga, en reikna má ineð að rúmmál þeirra hafir verið 1,61 rúmmetrar: 2. tafla. Samanburður á rúmþyngd heysins - kg þe. í rúilubagga I. - spilda Sk. 1 I. - spilda Sk.2 II. - spilda B2 Heilt hey 278+7 275±10 316±11 Skorið hey 298± 1 285±14 322±11 P <0,01 > 0,05 em > 0,05 em Heyið féll mjög þétt í baggana við bindingu eða sem svaraði til 184 kg þurrefnis f rúmmetra. Væri heyið skorið rúmaðist að jafnaði 4% meira þurrefni í böggunum. Það var aðeins á einni spildu af þremur sem þétfleikamunurinn reyndist vera marktækur. Þar var heyið einnig hvað þurrast við bindingu. f fyrri mælingum hafa ekki komið fram eindregin áhrif skurðar heysins á þéttíeika þess í rúlluböggum (Bjarni Guðmundsson 1993). 25

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.