Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 40
Verkun á heilu og tœttu rúlluheyi handa ám
YFIRLIT
Gerðar voru tvær samanburðartilraunir með verkun á heilu og tœttu heyi í
rúlluböggum (1992-1994). Heyið var úr fyrri slætti þar sem vallarsveifgras var
ríkjandi (40-60%). Heyið var forþurrkað (46-55% þe.) og bwidið irrnan sólarhrings
frá slætti. Tætta heyið var úr bindivél af gerðinni ORKEL GP 1202 en til
samanburðar var hey bundið með hefðbundnum rúllubindivélum (KRONE125, MF
822 og WELGER RP 200). Baggar voru hjúpaðir sex-földu plasti og geymdir
utandyra. Að lokinni 5 og 9 mánaða geymslu var heyið notað í fóðrunartilraunum
með ær (32 og 36 ær í hópi). Helstu niðurstöður tilraunanna urðu þessar:
• Þéttleiki heysins í böggunum, sem bundnir voru með ORKEL-bindivélinni, var um
það bil 11% minni en úr lauskjamavélum án tætibúnaðar (KRONE og WEL.GER);
• Munur áfóðurgildi heysins að geymslu lokinni var sáralítilL Það sama átti við itm
þungabreytingar bagganna á geymslutíma sem urðu litlar. Súrmyndun varð nokkru
umfangsmeiri í tætta heyinu en íþví heila;
• Ekki kom framteljandi mismunur á myglustigi bagganna á rnilli samanburðar-
flokka. Sýnileg mygla óx heldur er leið á geymslutíma heysins;
• Á einufóðrunarskeiði affjórum mældist marktækur munur á heyáti árma (p<0,05),
og þá heila heyinu í vil;
• Hvorugt tilraunaárið komfram munur á þungabreytingum ánna eða holdafari yjjr
innistöðutímann;
• Það virtist ekki hafa áhrif á frjósemi ánna eðafæðingarþunga lambanna hvort heyið
var heilt eða tætt.
34