Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 41

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 41
1. INNGANGUR Sumarið 1992 kom til prófunar hjá Bútæknideild Rala á Hvanneyri rúllubindivél af gerðinni ORKEL GP 1202 (Grétar Einarsson 1994). Hún hefur tætivals í stað sópvindu og getur því bæði slegið og smækkað heyið nokkuð um leið og hún tekur það tíl þjöppunar og bindingar í rúllu. Má því segja að vélin sé sláttutætari sambyggður rúllubindivél. Því kemur vel tíl álita að kalla hana sláttubindivél. Löng reynsla er fyrir notkun sláttutætara við votheysgerð sem sýnir að smækkun grasstráanna hefur hagstæð áhrif á framvindu gerjunar einkum vegna þess að tætt heyið fellur þétt saman auk þess sem tætingin greiðir leið æskilegra mjólkursýrugerla að plöntusafanum. Rétt þótti því að rannsaka áhrif ORKEL-sláttubindivélarinnar á verkun heysins og notagildi þess við fóðrun tíl viðbótar við þá rannsókn á tæknilegum eiginleikum hennar sem gerð var hjá Bútæknideild Rala. Voru tvær tílraunir þess efnis gerðar á vegum Bænda- skólans á Hvanneyri í samvinnu við Bútæknideild framleiðsluárin 1992-1993 (I) og 1993-1994 (II). Verður nú sagt frá tilraununum. 2. FRAMKVÆMD TILRAUNANNA í tilraununum var hey úr böggum bundnum með ORKEL-vélinni borið saman við hey bundið með hefðbundnum rúllubindivélum (laus- og fastkjama-). f báðum tilraunimum var heyið forþurrkað og bundið úr múgum enda reynsla fyrir því að forþurrkað verkast hey oftast hvað skárst í nillum og verður lystugt. Stefnt var að forþurrkun heysins að 45% þurrefni.Við bindingu var görðum skipt og annar hver múgi tekinn í hvora/hverja vél til þess að jafna áhrif hugsanlegs mismunar á g.aslagi spildnanna. Tilraunaaðstatður voru þessar: Tilraun 1 (1992-1993): Heyið var tekið af spildu sem einkum var vaxin vallarsveifgrasi (um 50-60%), vallarfoxgrasi (um 10-15%) og snarrót (um 10-15%). Vallarfoxgrasið var rétt óskriðið. Spildan var slegin um kl. 15 þann 12. júlí 1992. Heyinu var dreift með heyþyrlu árdegis næsta dag og því snúið upp úr hádegi. Þá var ljómandi góður þerrir: sól á heiðum himni, hægviðri árdegis en síðan V- og SV-gola, Heyið þomaði mjög hratt. Réttum sólarhring eftir sláttinn var heyið garðað. Binding stóð frá kl. 16 til kl. 21. Til samanburðar var höfð rúllubindivél af gerðinni WELGER RP 200. Reynt var að binda samtímis með báðum vélunum en vegna tæknitafa við notkun ORKEL-vélarinnar tók 35

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.