Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 43

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 43
Utan tilraunaskeiða (nr. 1 og nr. 3) var reynt að tryggja sömu fóðrun ánna f báðum hópum. Á tilraunaskeiðunum tveimur var ánum gefið hey eins og þær vildu éta en reynt var að halda dagsgjöf þannig að leifar næmu 5-10% hennar. 3. NIÐURSTÖÐUR TILRAUNANNA 3.1 Rúmþyngd heysins Mæld var rúmþyngd heysins í böggum að lokimii bindingu. Til reiknings á rúmmáli bagganna var ummál þeirra mælt á belti sem lá fjórðung af lengd bagga frá enda hans. Lengd bagga var talin jöfn breidd baggahólfs í bindivél. Þessi reyndist rúmþyngd heysins í böggunum: 2. tafla. Rúmþyngd heys í böggum mismunandi rúllubindivéia Gerð vélar Gerð heys Þurrejhi % Rámþyngd heysins - kg þurrefhis í m3 Tilraunl WELGER Heilt 45,8 165 ±12 ORKEL Tætt 49,3 134 ± 20 Tilraun II KRONE Heilt 51,4 148 ±22 MF Heilt 54,5 201 ± 9 ORKEL Tætt 53,4 146 ± 17 Nokkur breytileiki var í þurrefnisprósentu heysins innan tilrauna en hún hefur jafnan áhrif á það hve fast hey verður f rúlluböggum. WELGER-vélin í tilraun I var með forþjöppu (Bútæknideild 1992). Því batt hún heyið fasL Með smækkun heysins í ORKEL- sláttubindivélinni náðist ekki sama þjöppun heysins. Marktækur mismunur var á rúmþyngd heysins í böggunum á milli vélanna WELGER og ORKEL (0,01<p<0,05). f tilraun II reyndist ekki vera marktækur munur á rúmþyngd heysins í böggum úr vélunum KRONE og ORKEL. Þjöppunarhættir þeirra eru hinir sömu (lauskjarnavélar). Um smækkun heysins f ORKEL-bindivélinni virðist ekki hafa munað enda heyið, sem notað var, ffemur smágert. Hins vegar batzt heyið mun fastar með MF-vélinni en það er fastkjamavél (p<0,05). í böggum úr henni rúmaðist liðlega þriðjungi meira þurrefni en í böggum samanburðarvélanna. MF-baggamir bundust einnig jafnfastar en hinir. Ekki er vitað hvort þar eru fremur á ferð ekilsáhrif eða vélaáhrif því sinn hvor ekillinn ók MF og KRONE/ORKEL. 3.2 Verkun heysins 3.2.1 Myglumyndun Þegar kom að gjöfum á heyinu var sýnileg mygla metin á böggunum eftir að plasthjúpnum hafði verið svipt af þeirn. Myglumatið var strangt. Myglustigi var skipt 37

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.