Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 44
eftir þremur flokkum: myglulaust, - mygluvottur sem táknar minnsta myglublett
sjáanlegan á endum eða hlið bagga og loks mikil mygla ef blettimir voru fleiri eða
áberandi og þá jafnan á fleiri en einum stað á og í bagganum (sjá 2. mynd).
mygluiaust
mygluvottur
mikll mygla
Tilraun I
Tilraun II
2, mynd. Mat á myglu í rúliuböggum - heilt hey og tætt.
í tilraun I var myglan í þremur böggum (tveimur með tættu heyi og einum með heilu) það
mikil að ekki var talið óhætt að gefa ánum það. í tilraun II bar öllu meira á myglu en í
tilraun I. Ekki var mikinn mismun á myglumyndun að sjá á milli tilraunaliðanna (II). Um
þriðjungur bagganna í báðum liðum féll í flokk mikillar myglu. Engu heyi þurfti þó að
henda frá við gjafir, ef frá er talinn einn baggi með tættu heyi sem á leyndist slysagat. í
stæðu heila heysins voru myglulausir baggar nokkru fleiri en í stæðunni með tætta
heyinu. Þar er þó ekki um marktækan mismun sé að ræða.
Séu baggar flokkaðir eftir því hvort þeir voru gefnir um fengitíð (á 1. skeiði) eða
undir vor (á 3. skeiði), reyndist hlutfall myglaðra bagga (þriðji flokkur - mikil mygla)
vera þetta:
3. tafla. Hlutfail mygiaðra bagga eftir heygerðum og gjafatíma
Gjafatími Tilraun I
Tilraun II
Heilthey Tætthey Heilthey Tœtthey
á 1. skeiði (haust) 0% 43% 20% 33%
á 3. skeiði (vor) 33 - 17 - 50 - 38 -
í heild bar heldur minna á myglu í böggum með heilu heyi en í böggum með tætta heyinu.
Meira bar á myglu á yfirborði rúllubagganna er voraði. Kvað eínkum að því f böggum
með heilu heyi. Þessara geymslutímaáhrifa hefur áður gætt í tilraunum á Hvanneyri
(Sigrfður Jónsdóttir og Bjami Guðmundsson 1992).
38