Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 51

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 51
heila heyið öllu betur en það tætta ef eitthvað var. Sáralítill munur var á mældum meltanleika þurrefhis heytegundanna og hrápróteinmagni þeirra. Það sama átti einnig við um þungabreytingar ánna og holdafar, sem og afurðir mældar í frjósemi og burðarþunga ánna. Síðara tilraunaárið virtist þó fóðumýting og fijósemi ánna á tætta heyinu hafa verið öllu betri/meiri en hinna sem fengu heila heyið. Niðurstöður þessara tilrauna benda ákveðið til þess að mismunar á aðferðunum (bindivélunum) sem saman voru bomar sé ekki að vænta í verkun heysins eða notagildi þess við fóðrun heldur ráði þar aðrir þættir, svo sem kaupverð vélanna, afköst, aflþörf/orkunotkun og notagildi þeirra í heyöflunarferlinum. 5. ÞAKKIR Öllum þeim starfsmönnum Bændaskólans á Hvanneyri og Bútæknideildar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins sem unnu að þessum tilraunum er þakkað framlagið. Sérstaklega ber að nefna fjárhirðana á Hvanneyri vetuma 1992-1994, þá Jón E. Einarsson frá Mófellsstaðakoti og Vagn H. Sigtryggsson frá Hriflu. Þeir önnuðust einnig mat á rúlluheyinu, heysýnatöku og fóðurvigtun. Guðmundur Hallgrímsson ráðsmaður sá með fjárhirðum um vigtun ánna og holdamat. Loks ber að þakka Jötni hf í Reykjavík fyrir afnot af sláttubindivélinni ORKEL GP 1202 vegna tilraunanna. Haukur Gunnarsson cand. mag., endurmenntunarstjóri á Hvanneyri, snyrti til og lagfærði enska þýðingu á yfirlitum rannsóknaskýrslnanna í riti þessu. Fær hann bestu þakkir fyrir. 6. HEIMILDIR Bjami Guðmundsson 1993. Áhrif forþurrkunar, heyskurðar og hjálparefna á verkun heys í rúlluböggum. Ráðunautafundur 1993, bls. 222-231. Bútæknideild 1992. Búvélaprófun nr. 627/1992. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 6 bls. Grétar Einarsson 1994. ORKEL rúllubindivél - Áfangaskýrsla um niðurstöðurprófunar. Rannsóknastofhun landbúnaðarins, bútæknideiid, apríl 1994; óbirt handrit, 3 bls. Lingvall, M. og Lingvall, P. 1992. Rundbalsensilering med ORKEL rundbalspress - Studier av innmatningssátt och tillsatsmedel. Grovfoder -forskning - tillampning; Sveriges lantbruksuniversitet, 1 (1992):5-14. Randby, Á.T. 1996. Propionsyre eller maursyre som ensileringsmiddel til rundballer. IHF, NLH, Hellerud Forspksgárd. Rapport nr. 19, 28 bls. Sigríður Jónsdótlir og Bjami Guðmundsson 1992. Samanburður á heyverkunaraðferðum - súgþurrkað hey og hey úr rúllum handa ám. Freyr, 88(23):916-920. 45

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.