Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 70

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Page 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR birt í töflu 12. Þar sem kalsíummagnið lækk- ar með vaxandi hlutdeild vallarfoxgrass, en fosfórinn stendur í stað, er eðlilegt að Ca/P- hlutfallið lækki um leið og kalsíummagnið. I tilraun nr. 167—65 var Ca/P hlutfallið í fyrri slætti 1,06 að meðaltali fyrir alla liði um það leyti, sem grösin skriðu, en hlut- fallið hækkaði, eftir því sem grösin þrosk- uðust. í síðari slætti var Ca/P-hlutfallið 1,56. Kalium. í tilraun nr. 167—65 féll kalíummagnið í vallarfoxgrasi að meðaltali urn 0,03% á dag fram að fyrri slætti. Þetta sést á mynd 8. Aðhvarfslíkingin fyrir kalí (y) er þannig: y = 2,50 4- 0,030 • x (r = 4- 0,89, P< 0,001) Kalíummagnið í seinni slætti er mun minna en í fyrra slætti og virðist lækka lítil- lega með tímanum. Svipaðar niðurstöður hafa áður komið fram í rannsóknum Jóns Hólrns Stefánssonar (1968). í rannsókn Jóns kom þar að auki fram, að kalíum- magnið í vallarfoxgrasi var liærra en í tún- vingli og vallarsveifgrasi. Niðurstöður úr tilraun nr. 199—66 eru ekki samhljóða nið- urstöðum Jóns að þessu leyti. í fyrri slætti var kalíummagnið 1,93% af þurrefni að meðaltali fyrir alla liði. Munur á milli liða með vallarfoxgrasi og túnvingli var óveru- legur (a: 1,96, b: 1,89, c: 1,93 og d: 1,95% K). Á árunum 1964—1970 var alls borið á til- raun nr. 167—65, sem svaraði 581 kg/ba af kalíum. Kom nær því sarna magn af kal- íum í uppskeru og það, sem borið var á, eða sem svaraði 99% að meðaltali fyrir alla liði. Því lengur sem dróst að slá fyrri slátt, því meira skilaði sér af kalíum, eins og sjá má af eftirfarandi tiilum: í uppskeru eftir 1. sláttutíma fyrri sláttar var 95% af ábornu kalíummagni. I uppskeru eftir 2. sláttutíma fyrri sláttar var 99% af ábornu kalíummagni. í uppskeru eftir 3. sláttutíma fyrri sláttar var 103% af ábornu kalíummagni. Uppskeran í tilraun nr. 199—66 var minni og jtess vegna minna kalíum í uppskerunni, eða frá 75 til 92% af ábornu kalíummagni. Natríum. Vallarfoxgras og túnvingull eru meðal þein a tegunda, sem liafa litla eiginleika til að safna natríum (Griffith og Walters 1966). Natríummagn uppskerunnar úr til- raunum þeim, sem hér um ræðir, er einnig lágt. í tilraun nr. 167—65 var natríummagnið í grösunum, um það leyti sem þau skriðu, 0,04% af þurrefni. Aðhvarfslíking natríum- magns (y) að þroskastigi (x) talið í dögum er þannig: y = 0,02 + 0,0011 • x (r = 0,48 0,10>P>0,05) Samband natríummagns (y) og þroskastigs (x) er óljóst og ekki marktækt, ef gengið er út frá línulegu aðhvarfi. í síðari slætti var tolnvcrt meira natrium- magn í grasinu en í fyrra slætti. Öllu meira virðist vera af natríum í hánni, ef köfnunarefni er borið á milli slátta, en ella. Griffith (1966) fann, að kiifn- unarefnisáburður jók natríummagn, og kann þar að vera skýringin á þessu aukna natríummagni. Þegar fyrri sláttur var sleg- inn snemma, varð háarspretta mikil, en í henni var minna natríummagn en í hánni, sem seint var slegin. í tilraun nr. 199—66 var að meðaltali fyrir árin 1967—1971 0,05% natríumíþurrefni úr fyrri slætti í a-lið, vallarfoxgrassliðnum. I d-lið, þar sem túnvingull átti að vera i hreinrækt, var 0,08% natríum í þurrefni. í hánni árin 1967 og 1968 var að meðaltali 0,08% natríum í Jjurrefni, og munur á milli liða var lítill.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.