Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 70

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1971, Qupperneq 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR birt í töflu 12. Þar sem kalsíummagnið lækk- ar með vaxandi hlutdeild vallarfoxgrass, en fosfórinn stendur í stað, er eðlilegt að Ca/P- hlutfallið lækki um leið og kalsíummagnið. I tilraun nr. 167—65 var Ca/P hlutfallið í fyrri slætti 1,06 að meðaltali fyrir alla liði um það leyti, sem grösin skriðu, en hlut- fallið hækkaði, eftir því sem grösin þrosk- uðust. í síðari slætti var Ca/P-hlutfallið 1,56. Kalium. í tilraun nr. 167—65 féll kalíummagnið í vallarfoxgrasi að meðaltali urn 0,03% á dag fram að fyrri slætti. Þetta sést á mynd 8. Aðhvarfslíkingin fyrir kalí (y) er þannig: y = 2,50 4- 0,030 • x (r = 4- 0,89, P< 0,001) Kalíummagnið í seinni slætti er mun minna en í fyrra slætti og virðist lækka lítil- lega með tímanum. Svipaðar niðurstöður hafa áður komið fram í rannsóknum Jóns Hólrns Stefánssonar (1968). í rannsókn Jóns kom þar að auki fram, að kalíum- magnið í vallarfoxgrasi var liærra en í tún- vingli og vallarsveifgrasi. Niðurstöður úr tilraun nr. 199—66 eru ekki samhljóða nið- urstöðum Jóns að þessu leyti. í fyrri slætti var kalíummagnið 1,93% af þurrefni að meðaltali fyrir alla liði. Munur á milli liða með vallarfoxgrasi og túnvingli var óveru- legur (a: 1,96, b: 1,89, c: 1,93 og d: 1,95% K). Á árunum 1964—1970 var alls borið á til- raun nr. 167—65, sem svaraði 581 kg/ba af kalíum. Kom nær því sarna magn af kal- íum í uppskeru og það, sem borið var á, eða sem svaraði 99% að meðaltali fyrir alla liði. Því lengur sem dróst að slá fyrri slátt, því meira skilaði sér af kalíum, eins og sjá má af eftirfarandi tiilum: í uppskeru eftir 1. sláttutíma fyrri sláttar var 95% af ábornu kalíummagni. I uppskeru eftir 2. sláttutíma fyrri sláttar var 99% af ábornu kalíummagni. í uppskeru eftir 3. sláttutíma fyrri sláttar var 103% af ábornu kalíummagni. Uppskeran í tilraun nr. 199—66 var minni og jtess vegna minna kalíum í uppskerunni, eða frá 75 til 92% af ábornu kalíummagni. Natríum. Vallarfoxgras og túnvingull eru meðal þein a tegunda, sem liafa litla eiginleika til að safna natríum (Griffith og Walters 1966). Natríummagn uppskerunnar úr til- raunum þeim, sem hér um ræðir, er einnig lágt. í tilraun nr. 167—65 var natríummagnið í grösunum, um það leyti sem þau skriðu, 0,04% af þurrefni. Aðhvarfslíking natríum- magns (y) að þroskastigi (x) talið í dögum er þannig: y = 0,02 + 0,0011 • x (r = 0,48 0,10>P>0,05) Samband natríummagns (y) og þroskastigs (x) er óljóst og ekki marktækt, ef gengið er út frá línulegu aðhvarfi. í síðari slætti var tolnvcrt meira natrium- magn í grasinu en í fyrra slætti. Öllu meira virðist vera af natríum í hánni, ef köfnunarefni er borið á milli slátta, en ella. Griffith (1966) fann, að kiifn- unarefnisáburður jók natríummagn, og kann þar að vera skýringin á þessu aukna natríummagni. Þegar fyrri sláttur var sleg- inn snemma, varð háarspretta mikil, en í henni var minna natríummagn en í hánni, sem seint var slegin. í tilraun nr. 199—66 var að meðaltali fyrir árin 1967—1971 0,05% natríumíþurrefni úr fyrri slætti í a-lið, vallarfoxgrassliðnum. I d-lið, þar sem túnvingull átti að vera i hreinrækt, var 0,08% natríum í þurrefni. í hánni árin 1967 og 1968 var að meðaltali 0,08% natríum í Jjurrefni, og munur á milli liða var lítill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.