Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1977, Side 9
RANNSÓKNIR Á VALLARFOXGRASI (ENGMO) 7
Dagar frá slætti
2. mynd.
I. Áhrif hrakningsins á hlutfall blaða og stöngla
(þurrefni).
II. Áhrif hraknings á meltanleika þurrefnis blaða
og stöngla.
III. Áhrif hrakningsins á hlutfallslegt magn melt-
anlegs þurrefnis blaða og stöngla (vallarfox-
gras).
Fig. 2.
I. The effect of the length of the field drying
period (days) on the leaf/stem — ratio (dry
matter).
II. The effect of the length of the field drying
period on the DM-digestibility of leaves and
stems.
III. The effect of the length of the field drying
period on the relative quantity of digestihle
dry matter leaves and stems of Phleum pra-
tense.
leg, og gæti það bent til þess, að öndunar-
taps hafi gætt á svipaðan hátt á öllum stig-
um hrakningsins. Sé litið á Unurit 2-III, sést,
að tap meltanlegs þurrefnis úr blöðunum
var mest fyrsta sólarhring eftir slátt. Líkleg
skýring er sú, að þarna hafi að mestu verið
um að ræða molnun blaða, enda eru þau
mjög fljót að þorna, sbr. I. töflu
Samkvæmt mynd 2-111 virðist hlutfallslegt
magn meltanlegs þurrefnis í stönglum hafa
aukizt nokkuð. Um gæti verið að ræða mæli-
skekkjur, en ekki er óhugsandi, að efnanám
hafi orðið í stönglunum, m. a. vegna þess,
hve hægt þeir þornuðu.
I tilraun þessari lá nokkur hluti heysins
í görðum, og virðist það hey hafa varið sig
bemr en hitt, sem lá flatt.
Af tilrauninni virðist mega draga þá
ályktun, að efnabreytingar vallarfoxgrass við
hrakning á velli séu einkum í því fólgnar,
að magn og fóðurgildi blaðanna minnkar, en
bæði stönglar og blaðslíður breytast fremur
lítið að magni og gæðum.
Á 3- mynd eru dregnar saman úr nokkrum
tilraunum niðurstöður mælinga á meltan-
leika blaða og stöngla af vallarfoxgrasi eftir
þurrkun á velli. Er greint á milli góðrar
verkunar og alllangs hraknings við þriggja
daga legu heysins á velli. Myndin sýnir, að
meltanleiki blaðanna minnkar fremur lítið
með þroska, en hrakningurinn rýrir meltan-
leikann þeim mun meira. Hið gagnstæða
á sér stað í stönglunum; þar virðist hrakning-
urinn hafa næsta lítil áhrif á meltanleikann,
en áhrif þroskastigsins eru þeim mun aug-
ljósari. Að þessum niðurstöðum fengnum og
því, að hlutur blaðanna er minni en stöngl-
anna og fer minnkandi með auknum þroska,
má því álykta, að meltanleiki heys úr vallar-
foxgrasi fari að mestu eftir þroskastigi grass-
ins við slátt, með öðrum orðum, þætti sem
stjórnandi heyskaparins hefur vald yfir. Yerð-
ur vikið nánar að þessu síðar í ritgerðinni.