Fréttablaðið - 16.12.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Allt frá smákökum til spariklæða
ÖLL KVÖLD TIL JÓLA
VIÐSKIPTI Hækkun langtímavaxta
veldur því að íslenska ríkið er verr í
stakk búið til að rétta úr kútnum en
ella í samanburði við önnur vestræn
ríki sem búa við betri vaxtakjör og
sjá fram á hlutfallslega minni skulda-
söfnun vegna kórónakreppunnar.
„Aukning skulda leggst því þyngra
á íslenska ríkið sem þarf meiri skatt-
heimtu, niðurskurð eða hagvöxt til
að grynnka á skuldum í framtíðinni,“
segir Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins. „Við
þurfum að fara mjög varlega í þessu.“
Ef gert er ráð fyrir að skuldir ríkis-
sjóðs 2025, um 65 prósent af lands-
framleiðslu samkvæmt fjármála-
áætlun, verði á þeim vöxtum sem
ríkið fjármagnar sig á til tíu ára eins
og staðan er í dag, um 3,3 prósent,
þá verður vaxtabyrði ríkissjóðs 2,14
prósent af landsframleiðslu.
Til samanburðar verður vaxta-
byrði Grikklands um 0,98 prósent af
landsframleiðslu en Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að
skuldahlutfall hins opinbera í Grikk-
landi verði um 166 prósent 2025. Þar
sem tíu ára vextir eru neikvæðir, svo
sem í Svíþjóð, Danmörku og Finn-
landi, verður vaxtabyrðin neikvæð.
Anna Hrefna Ingimundardóttir,
hagfræðingur SA, segir að aukin
skuldsetning ríkissjóðs muni að
öllum líkindum leiða til þess að
hækka þurfi skatta til að standa
undir óbreyttum útgjöldum. Ekki
sé hægt að reiða sig á að hagvöxtur
grynnki skuldir ríkissjóðs.
„Það er óábyrgt að treysta á slíkan
vöxt og hafa þarf hugfast að sögulega
lágt vaxtastig endurspeglar einmitt
dræmar hagvaxtarhorfur.“
Á sama tíma og hið opinbera
stendur frammi fyrir gífurlegri láns-
fjárþörf eru lífeyrissjóðir að minnka
vægi ríkisskuldabréfa í eignasafni
sínu. Guðrún Hafsteinsdóttir, for-
maður Landssamtaka lífeyrissjóða,
segir sjóðina ekki geta „látið undan
þrýstingi um að fjármagna ríkis-
skuldir. Innan lífeyriskerfisins ríki
skilningur á fjárþörf ríkisins en sjóð-
irnir séu hins vegar ekki „hagstjórn-
artæki sem ríkið gripur til þegar
gefur á bátinn.“ – þfh / sjá Markaðinn
Meiri vaxtabyrði vofir yfir ríkissjóði
Íslenska hagkerfið þarf hærri skatta, meiri hagvöxt eða meiri niðurskurð en önnur samanburðarríki, sem þurfa einnig að skuld-
setja sig vegna kórónakreppunnar. Vextir á ríkisskuldabréfum hafa farið hækkandi. Erlend lántaka ríkisins getur skipt sköpum.
Í gærkvöldi var ákveðið að stækka rýmingarsvæðið á Seyðisfirði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Fréttablaðið að tilkynningar um háværar
drunur úr fjöllunum væru að berast. Hann segir ljóst að mörgum íbúum hafi verið brugðið. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð þar sem á fimmta tug höfðu farið í gegn. „Hótelið
var opnað til að skjóta skjólshúsi yfir fólkið og svo hafa bæjarbúar einnig boðið fram aðstoð sína,” sagði Guðjón Sigurðsson, sjálf boðaliði Rauða Krossins. Sjá síðu 2 MYND/ÓMAR BOGASON
Lífeyrissjóðirnir
geta ekki látið
undan þrýstingi um að
fjármagna ríkisskuldir.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða
LÍFIÐ „Þetta eru síðustu tökudag-
arnir og það er allt að smella,“ segir
Berglind Alda Ástþórsdóttir, sem
ásamt Mikael Kaaber stýrir Krakka-
skaupi RÚV sem sýnt verður 30.
desember
Þetta er í annað skipti sem þau stýra
skaupinu og stóðu þau frammi fyrir
því að pakka árinu 2020 í gleðibún-
ing fyrir þau yngstu. – be / sjá síðu 24
Tökum að ljúka
á Krakkaskaupi
Þau Mikael og Berglind Alda.
VIÐSKIPTI Gildi hefur farið þess á leit
við fjármálaráðuneytið að reglur um
yfirtökuskyldu verði teknar til end-
urskoðunar. Þar verði horft til þess
að taka upp endurtekna tilboðs-
skyldu sem myndi stofnast þegar
aðili ræður fyrst yfir 40 prósentum
og síðan 50 prósentum.
Telur Gildi, sem hefur þurft að
taka afstöðu til yfirtökutilboðs í
Eimskip og núna Skeljungs, að regl-
urnar tryggi ekki nægjanlega réttar-
vernd minnihluta hluthafa.
„Yfirtökutilboðin hafa sýnt að
hluthafar geti átt á hættu að læsast
inni sem áhrifalitlir eigendur ef
þeir samþykkja ekki það tilboð
sem er sett fram þegar 30 prósenta
þröskuldinum er náð,“ segir Árni
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Gildis. – hae / sjá Markaðinn
Yfirtökuskyldu
verði breytt