Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 8
J ónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur var svo sannarlega kona í lit. Hún var oft umdeild því að ekki lá hún á skoðunum sínum eða valdi sér menn sem lítið fór fyrir. Í viðtali í október sló hún því upp í grín að lífið með sér væri ekki auð- velt. „Ég vel mér menn eins og Jóhannes í Bónus og Gunnar í Krossinum, það er ekki nema von að Óttar Guðmundsson geðlæknir spyrji hvort það sé í lagi með mig,“ sagði Jónína í viðtali við Sölva Tryggvason í október. Hún talaði um að hún leit- aði í menn með stóra áru því henni fyndust hinir leiðinleg- ir. Þar er lýsir hún sjálfri sér vel. Jónína sótti í áskoranir og hugrekkið var ekki langt undan. Frumkvöðull Jónína var fædd á Akur- eyri 1957 og voru foreldrar hennar Ásta Þorkelsdóttir Ottesen (1928-1980) sjúkraliði og Benedikt Ingvar Helgason (1926-2012) tónlistarkennari. Jónína flutti að heiman 14 ára gömul og fór að leigja íbúð í Hlíðunum með vinkonu sinni. Hún fékk sér vinnu og spilaði fótbolta með Val af miklum krafti og æfði síðar handbolta og sund. Jónína lauk prófi í íþrótta- fræði frá McGill University í Kanada árið 1981 og stofnaði í kjölfarið eina fyrstu líkams- ræktarstöðina á Íslandi. Jón- ína kom að stofnun fjölda lík- amsræktarstöðva og má nefna þá helst nefna World Class og Planet Pulse auk þess sem hún starfaði um tíma sem íþrótta- kennari í skólum. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, og Jónína opn- uðu svo saman stöðina Stúdíó Ágústu og Jónínu árið 1986 sem naut mikilla vinsælda. Ágústa sagði í viðtali við DV nýlega að Jónína hefði kennt sér mjög mikið á þessum árum og það hefði verið mikil gæfa að starfa með henni í upphafi ferils síns. Jónína flutti til Svíþjóðar ásamt þáverandi eiginmanni sínum Stefán Einar Matthías- son lækni og börnum þeirra þegar Stefán fór í doktors- MYNDIR/ÚR SAFNI TORGS Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is HUGMYNDIR UM AÐ GERA KVIK- MYND UM LÍTRÍKT LÍF JÓNÍNU Jónína Benediktsdóttir lést á miðvikudaginn á heimili sínu í Hveragerði. Hún var hörkudugleg viðskiptakona sem var óhrædd við að segja það sem í brjósti hennar bjó. Stuttu fyrir andlát hennar kom upp hugmynd um að kvikmynda litríka ævi hennar. nám. Þar stofnaði Jónína lík- amsræktarstöð sem hún rak í sjö ár. Hún stofnaði einnig einkaþjálfaraskólann FIA sem var sá eini sinnar tegundar í Skandinavíu Umræður um kvikmynd Jónína hefur sagt frá því að hún hafi skrifað bók sem leit þó aldrei dagsins ljós sökum þess hve viðkvæmt umfjöll- unarefnið var að sögn Jónínu. Hún var alla sína tíð í tengsl- um við valdamikið fólk sem var henni þó ekki alltaf í hag. Jónína veitti almenningi einstaka sýn inn í Baugsmálið svokallaða sem hafði gríðar- leg áhrif á íslenskt samfélag og þar með hafði hún áhrif á bæði viðskipti og stjórnmál í landinu. Sölvi Tryggvason skrifaði metsölubók sem hét einfald- lega Jónína og kom út árið 2010. Bókin seldist mjög vel og komu í kjölfarið upp hug- myndir um að kvikmynda lífshlaup Jónínu. Ekki varð úr því á þeim tíma en í kjölfar viðtals við Jónínu hjá Sölva í hlaðvarpi hans var aftur haft samband við Jónínu vegna möguleika á að kvikmynda sögu hennar. Heimildir herma að kvik- myndin hafi átt að fjalla um aðkomu hennar að bönkunum í hruninu og stjórnmála- mönnum, hvernig hún tókst á við dómstóla auk sigra hennar í viðskiptum og frumkvöðla- starf en einnig ósigra í ásta- málum. Jónína var búsett síðustu árin í Hveragerði þar sem hún starfaði með eldri borgurum við góðan orðstír og hélt vin- sæl detoxnámskeið á Hótel Örk. Jónína lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías, sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar, og fjögur barnabörn. n ERÓBIKK- DÍVA Jónína stofn­ aði eina af f yrs tu l í k­ amsræktar­ s t ö ð v u m landsins. 63 ÁRA Jónína varð b r á ð k v ö d d síðastliðinn miðvikudag. GLÆSILEG Jónína var glæsileg kona og spar­ aði ekki brosið. FRUMKVÖÐULL Strax á ungum aldri var Jónína frumkvöðull í líkamsrækt og kynnti Íslendinga fyrir detoxi. UMDEILD Jónína var umdeild og flestir virt­ ust hafa skoðun á henni. 8 FRÉTTIR 18. DESEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.