Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 11
legu upphandleggsvöðvana
er með skýra sýn á hvað sé
fyndið og að hverju megi gera
grín. „Allt getur verið fyndið.
En grín er auðvitað aðstæðu-
bundið og mismunandi eftir
því hver segir það en mér
finnst fín regla þegar maður
er að gera grín, að kýla upp
á við. Gera grín að þeim sem
hafa völdin og þá ætti fólkið
sem stendur þeim næst að
skilja grínið og hafa húmor
fyrir því.“
Þú vilt væntanlega ekki
heldur missa bitið úr gríninu?
„Nei, en svo finnst fólki yfir-
leitt það sem er satt vera beitt.
Þannig að oft þegar maður er
bara að segja satt virkar það
svo beitt, þó þú sért bara að
segja það sem allir vita og eru
að hugsa.“
Meira í sleik
Saga elskar sund og eru þau
hjónin og hin tæplega þriggja
ára hamingjusprengja Edda
ekki óalgeng sjón í Vestur-
bæjarlauginni en það var ein-
mitt þar sem Saga sá eigin-
mann sinn, Snorra Helgason
tónlistarmann, fyrst.
„Ég var búin að taka eftir
Snorra áður og þá sérstaklega
hvað hann var alltaf glaður.
Ég var búin að dást að honum í
svona hálft ár áður en nokkuð
gerðist.
Snorri er svo beinskeyttur.
Það sló mig dálítið út af lag-
inu hvað hann gekk hreint til
verks. Það er venjulega ég
sem geri það og ég varð eigin-
lega bara feimin. Hann náði
eiginlega bara í mig.
Snorri var að vinna á
skemmtistaðnum Húrra og
hann bauð mér heim með sér
eitt kvöldið og mér fannst það
svo frakkt og dónalegt að ég
svaraði: Nei, því miður, ég veit
ekki hvað klukkan er! Ég þótt-
ist bara hafa misskilið hann.
Ég drakk ekki áfengi á þess-
um tíma,“ segir Saga og hlær.
„En ég fór nú samt heim
með honum eftir að ég var
búin að anda í bréfpoka,“ segir
Saga og síðan eru liðin sex ár,
Snorri og Saga orðin hjón og
eiga dóttur og fallegt heimili
í Vesturbænum.
Þau hafa orð á sér fyrir að
vera einstaklega samrýnd og
sjást oftar en ekki saman –
og ósjaldan að kyssast. „Ég
segi að fólk eigi að fara meira
í sleik! Ég man reyndar að
við vorum ekki búin að vera
lengi saman þegar frænka
mín ávítaði mig fyrir að fara
í sleik í einhverri skírn, sem
henni fannst ekki vera í lagi.
Ég bara tengdi ekki við það og
skildi bara ekki hvernig það
var óviðeigandi að fagna lífinu
með sleik. Ég var ekkert að
hugsa um að þetta væri óvið-
eigandi – heldur bara mikið
er þetta gott móment,“ segir
Saga og hlær björtum hlátri.
„Þetta var líka maðurinn
minn, ekki bara einhver
maður í skírn. Það hefði verið
skrítið.“
Tveggja tíma rembingur
Eftir nokkur ár af innilegum
sleikjum varð Saga ólétt að
Eddu sem verður þriggja ára
í febrúar. Saga lýsti á opinská-
an hátt í pistli á Kjarnanum
hversu erfitt það er að koma
manneskju í heiminn. Með
pistlinum deildi hún mynd
af blóðsprungnum augum og
andliti sínu sem leit frekar út
fyrir að hafa lent í átökum í
húsasundi en mesta krafta-
verki lífsins.
„Það að fæða barn er full-
komlega hræðilega erfitt,“
segir Saga sem hélt að hún
væri vel undirbúin undir
átökin enda í góðu formi og
vön mikilli áreynslu. Í pistl-
inum góða lýsir hún aðdrag-
Oft þegar maður er bara
að segja satt virkar það svo
beitt, þó þú sért bara að
segja það sem allir vita og
eru að hugsa.
FRÉTTIR 11DV 18. DESEMBER 2020