Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Side 23
 Aukið álag á konum á heimilunum Konur standa þriðju vaktina þegar kemur að skipulagi heimilislífsins. Aukið andlegt álag á konum á tímum COVID-19 kom glöggt í ljós hjá þátttakendum í nýrri rannsókn sem gerð var í fyrstu bylgjunni. Nýjar og yfirstandandi rannsóknir benda til þess að COVID-19 hafi önnur áhrif á líf mæðra en feðra, það hafi aukið sýnileika kynbundinnar verkaskipting- ar og aukið enn á ólaunaða vinnu kvenna. Gjarnan er talað um þriðju vaktina yfir þá andlegu byrði sem felst í að sinna ýmsu skipulagi sem tengist heimilis- lífinu. Þessi andlega vinna er mun óáþreifanlegri en önnur vinna og gleymist oft þegar rætt er um verkaskiptingu á heimilinu. Niðurstöður rann- sókna hafa sýnt að þriðja vaktin fellur iðulega konum á heimilinu í skaut. Útivinnandi konur fara gjarnan á aðra vaktina þegar heim er komið, sinna börnum, þrifum og hefðbundnu heimil- ishaldi. Þriðja vaktin snýst að miklu leyti um skipulag, svo sem að skipuleggja barnaaf- mæli, sinna stórfjölskyldunni og skipuleggja félagslíf fjöl- skyldumeðlima. Oft er talað um að þriðja vaktin snúi að framkvæmdastjórn heimilis- ins, að reka heimilið eins og það sé fyrirtæki. Skrifuðu dagbókarfærslur Í fyrstu bylgju COVID-19 gerðu fræðikonurnar Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir rannsókn á áhrif- um faraldursins á heimilislíf, heimilisstörf og barnauppeldi. Andrea er félagsfræðingur og lektor við hug- og félagsvís- indasvið Háskólans á Akur- eyri og Valgerður er mennt- unarfræðingur og nýdoktor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ljóst var að skerðingar á leik- og grunnskólastarfi, lok- anir framhaldsskóla, háskóla og vinnustaða, auk breytinga á ýmiss konar þjónustu og starfsöryggi fólks hefðu víð- tæk áhrif á daglegt líf fólks og því fylgdu talsverðar breytingar á heimilislífi og hlutverkum fólks. Um var að ræða svokall- aða dagbókarfærslurannsókn þar sem þátttakendur skrif- uðu daglega í tvær vikur um verkefni sín, svo sem tengd heimilisstörfum, heimavinnu barna og skipulagningu íþróttastarfs, og svo opnar hugleiðingar. Sjálfvalið úr- tak 47 manns tók þátt, konur voru í miklum meirihluta en sérstaklega var óskað eftir barnafólki. Þær kynntu niður- stöðurnar í Þjóðarspegli HA í október auk þess sem þær hafa verið birtar í alþjóðlega vísindatímaritinu Cambio þar sem fjallað er um samfélags- legar breytingar. Opinberaðist í kófinu Andrea segir að þær Val- gerður dragi þá ályktun að verkaskiptingin á heimilunum hafi ekki breyst á tímum CO- VID-19 heldur hafi það opin- berast fyrir fólki hversu aukið andlegt álag væri á konum Fjölmörg störf færðust inn á heimilið á tímum COVID-19 og lenti á konum að sinna þeim. MYND/GETTY Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is sakað sérstaklega verka- skiptingu á heimilum tengda jólum en segist vita af öðrum rannsóknum þar sem þriðja vaktin er bersýnileg í kring um jólin. „Mitt mat er að jólin séu álagstími hvað þriðju vaktina varðar. Það hefur al- mennt lítið gengið að deila þeim verkefnum sem krefjast mikillar skipulagningar, svo sem allt umstang í kring um jól og afmæli.“ n Andrea Hjálmsdóttir félagsfræðingur og lektor við hug- og félagsvísinda- svið HA BROT ÚR DAGBÓKARFÆRSLUM ÞÁTTTAKENDA Erfiður dagur í dag þar sem dótt- irin grét af söknuði eftir vinkonum. Nám sat því á hakanum og dagur- inn fór mikið til í að sinna börnum andlega. (Börn 5 og 8 ára). Ég nenni ekki þessu ástandi en reyni að vera jákvæð, sérstaklega við manninn og börnin, þau mega alls ekki átta sig á kvíðanum, þá verða þau óþarflega hrædd. (Börn 9 og 10 ára). Ég meika ekki þetta ástand lengur og þarf frí... ekki frí frá þvotti og heimilisstörfum í nokkrar klst... heldur frí frá að bera ábyrgð á allri ákvarðanatöku. ( Börn 2 og 7 ára). Ég varð þreytt í dag og ávítaði eiginmanninn. Ég sé um verk- stjórn, verkaskiptingu og tek mesta ábyrgð á námi og æfingum barnanna. Mér finnst við vera hættulega nálægt kynjaþróun eins og hún var fyrir miðja síðustu öld. Þá er það á minni ábyrgð að minna á að svo eigi ekki að vera og enn bætist þá í ábyrgðarpakk- ann. (Börn 6, 8 og 13 ára). inni á heimilunum, og vísar hún þá til fólks í gagnkyn- hneigðum parasamböndum. Hún segir áhugavert hversu mikið álag fylgi því að halda utan um allt heimilislífið. „Í fyrstu bylgjunni komu mörg störf inn á heimilið sem áður hafði verið útvistað, svo sem skólavistun, mötuneyti og annað slíkt. Það kom mörgum konum á óvart hvað mikið af þessari vinnu lenti á þeirra herðum. Það verður síðan yfir- þyrmandi þegar öll verkefnin eru komin inn á heimilið, með tilheyrandi streitu,“ segir hún. Jólin líka álagstími „Við virðumst telja okkur trú um að af því að Ísland stendur sig vel í jafnréttismálum þá séum við framarlega á öllum sviðum jafnréttis en heimilin hafa hreinlega setið eftir. Ég held að það komi mörgum á óvart hvað við erum enn langt á eftir hvað það varðar,“ segir Andrea. Þriðja vaktin felur í sér ým- iss konar hugræna byrði (e. mental load) og tilfinninga- vinnu (e. emotional labour). „Það er hluti af vinnunni að reyna að halda öllum á heim- ilinu góðum og mæður passa upp á að það sjáist ekki að þær séu stressaðar,“ segir hún. Andrea hefur ekki rann- Það kom mörgum konum á óvart hvað mikið af þessari vinnu lenti á þeirra herðum. FÓKUS 23DV 18. DESEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.