Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Qupperneq 34
34 FÓKUS 18. DESEMBER 2020 DV SÍSKRIFANDI FRÁ BARNÆSKU Sigríður Hagalín orti fram undir tvítugt en var alltaf óánægð með afraksturinn og ákvað að fara í blaðamennsku í staðinn. Hún var að gefa út sína þriðju skáldsögu. Náttúruvá á Íslandi eftir Júlíus Sólnes, Freystein Sig- mundsson og Bjarna Bessason Útgáfuár: 2013 Fræðirit fyrir almenning þar sem helstu sérfræðingar landsins fjalla um eldgos og jarðskjálfta. Bæði er greint frá eðli þessara nátt- úrufyrirbæra og þeirri vá sem af þeim stafar. Sagt er frá nýjustu rannsóknum í jarðvísindum og jarðskjálftafræði sem tengjast Íslandi. Um sextíu höfundar hafa lagt til efni í bókina, og í henni eru nærri 1000 ljósmyndir, teikningar og skýringamyndir. Kona franska lautinantsins eftir John Fowles Útgáfuár: 1981 Skáldsaga um ástarsamband þeirra Charles Smithson og Sö- ruh Woodruff. Fowles er reyndur í viktorískum bókmenntum og hér bæði skrifar hann í þeim anda og gagnrýnir margar hefðbundnar períódur. Sumir hafa kallað bókina femíníska en Sarah er frjálsari og sjálfstæðari en aðrar kvenper- sónur. Stórleikararnir Meryl Streep og Jeremy Irons léku aðalhlutverk í bíómynd eftir verkinu. Rigning í nóvember eftir Auði Övu Ólafsdóttur Útgáfuár: 2004 Kona fer austur á land eftir að maðurinn hennar yfirgefur hana vegna annarrar konu. Með í för er fimm ára heyrnarlaus sonur vinkonu hennar, en tilgangur ferðarinnar er að finna stað fyrir sumarbústað sem hún hefur unnið í happdrætti. Smásögur Jorge Luis Borges Borges var argentínskur rithöf- undur, skáld og þýðandi. Hann er þekktastur fyrir smásögur sínar og ljóð. Á efri árum kom hann nokkrum sinnum til Íslands. Hann lærði ís- lensku upp á eigin spýtur og þýddi Gylfaginningu Snorra Sturlusonar á spænsku í samstarfi við konu sína, Maríu Kodama. Á legsteini hans stendur: Hann tekur sverðið Gram og leggur í meðal þeirra bert, sem er úr Völsunga sögu. Oryx and Crake eftir Margaret Atwood Útgáfuár: 2003 Ástarsaga en einnig dystópísk framtíðarsaga þar sem Snowman, þekktur undir nafninu Jimmy áður en plágan herjaði á allt mann- kynið, reynir að fóta sig í veröld þar sem hann er mögulega síðasti fulltrúi mannkyns á jörðu. Við fylgjum honum í sorg eftir missi besta vinar hans, Crake, og hinni fallegu Oryx sem þeir elskuðu báðir. Aðdáendur Atwood verða ekki sviknir. S igríður Hagalín, fjöl-miðlakona og rithöf-undur, hefur verið sí- skrifandi frá því hún var barn og hefur skrifað ljóð, sögur og leikrit. „Ég orti fram undir tvítugt, en var alltaf óánægð með afraksturinn og ákvað að leggja fyrir mig blaðamennsku í staðinn. Svo skrifaði ég fréttir og greinar í næstum tvo áratugi áður en ég lét undan gamalli hugmynd og prófaði að skrifa skáld- sögu, aðallega til að sjá hvort ég gæti það. Þannig varð Ey- land til árið 2016, og nú er þriðja skáldsagan mín komin út,“ segir Sigríður en nýjasta bókin hennar heitir Eldarnir. Fyrsta bókin sem hún las var Ævintýraeyjan. „Fyrsta alvörubókin sem ég las, með fleiri stöfum en myndum, var Ævintýraeyjan. Foreldrar mínir gáfu mér hana þegar ég var fimm ára og lasin heima, og ég man eftir nautninni að lesa svona þykka og skemmti- lega bók, að eiga svona mikið eftir af henni. Allra best finnst Sigríði að lesa í sófanum sínum og í rúminu, með góðan tebolla. Fallegasta bókarkápa sem hún man eftir er gamalt ein- tak af Ódysseifskviðu sem pabbi hennar lét binda inn í kirsuberjarautt leður með gyllingum á kilinum. „Það er fallegasta bók sem ég hef séð,“ segir hún. Sigríður segir hér frá fimm uppáhaldsbókunum sínum. n Umsögn: „Æðislegur doðrantur um eldgos, eldfjöll og jarðskjálfta á Íslandi, ég studdist að mestu leyti við hana þegar ég skrifaði Eldana, og finnst að hún ætti að vera til á hverju einasta heimili á Íslandi.“ Umsögn: „Skáldsaga um ástir og örlög á Viktoríutímabilinu í Bret- landi, skrifuð með póstmódern- ískt blik í auga – undursamlegur lestur.“ Umsögn: „Fyrsta skáldsagan sem ég las eftir Auði Övu, hún fékk mig til að falla í stafi, fegursta road- trip í heimi.“ Umsögn: „Hvar sem í þær næst, hver saga er lítill, fullkominn, fram- andi heimur sem er dásamlegt að týna sér í. “ Umsögn: „Ein af mörgum uppá- haldsbókum eftir þennan frá- bæra höfund, heimspekilegur framtíðartryllir um umhverfisáhrif mannsins og heimsfaraldra.“ Sigríði Hagalín finnst best að lesa í sófanum eða uppi í rúmi með góðan tebolla. MYND/VALLI Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.