Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Page 37
K æra Kristín. Mér þyk-ir vandræðalegt að skrifa þetta en ég hef
á síðustu mánuðum þróað
tilfinningar til mágs míns.
Við höfum raunar ekki hist
mjög mikið síðustu mánuði
en systir mín og hann eru
hluti af jólakúlunni okkar
sem verður saman yfir há-
tíðirnar. Ég er því farin að
kvíða þessum stundum þar
sem mér líður hálf óþægilega
nálægt honum, og þá auð-
vitað systur minni líka. Ég
er nokkuð viss um að hann
veit ekki að ég hef hugsað
um hann á ástríðufullan
hátt og að sjálfsögðu vil ég
ekki koma upp á milli þeirra
hjóna. Tek fram að ég er ein-
hleyp. Hvernig er hægt að
eiga við svona tilfinningar?
Hugsun og gjörðir
ekki það sama
Sæl. Takk fyrir spurning-
una. Hún endurspeglar ein-
mitt nokkuð sem fólk er ekki
mikið að bera á borð en flest-
ir fá stundum hugsanir sem
þeir kjósa að deila ekki með
öðrum. Það er fullkomlega
eðlilegt, en svo eru það við-
brögðin sem geta verið mis-
jöfn og varhugaverð. Sem
dæmi má nefna að margir fá
hugmyndir um framhjáhald
en það þýðir ekki að allir ætli
að halda framhjá. Sumir eru
með kynferðislegar fantasíur
sem þeir gera ekki að veru-
leika og fólk getur fundið fyr-
ir ástríðu án þess að fremja
nokkurn verknað.
Hér getum við kafað ansi
djúpt og velt því fyrir okkur á
heimspekilegum nótum hvað
ást raunverulega er. Fræði-
menn hafa reynt að svara
þeirri spurningu með mis-
gáfulegum árangri í margar
aldir og því ólíklegt að niður-
staða fáist í það mál hér og
nú, í þessu samhengi. Aftur
á móti getur þú nýtt þér þá
staðreynd sem innblástur í
tengslum við hvaða tilfinn-
ingar þú í raun og veru ert að
fást við. Getur þú verið viss
um að þetta sé ást? Hvað ger-
ist ef þú bregst við þessum
tilfinningum? Er það áhætta
sem þú ert tilbúin að taka?
Ást er ákvörðun
Ég segi stundum að helstu
mistökin sem fólk geri í ást-
armálum sé að halda að það
sé ástfangið þegar það finnur
fyrir spennu. Við þurfum
að vinna rannsóknarvinnu,
prófa okkur áfram og máta,
ef við ætlum að vera viss um
að hér sé um mögulegt maka-
efni að ræða. Þó að þú finnir
fyrir sterkum tilfinningum
til mágs þíns gætu þær end-
urspeglað margt annað, til
dæmis aðdáun, afbrýðisemi,
væntumþykju eða vináttu.
Þá er ástin líka ákvörðun,
sem þýðir að þó að þú finnir
fyrir sterkum tilfinningum
getur þú ákveðið hvort þú
nærir þær eður ei. Þú getur
ákveðið hvort þú bregðist við
með því að reyna við mág
þinn eða með því að sam-
gleðjast systur þinni yfir að
eiga góðan mann. Þú nefnir
að þú hafir verið að forðast
þau og kvíðir fyrir að hitta
þau og mögulega er það þín
leið til þess að leyfa tilfinn-
ingum þínum að hjaðna.
Okkur hættir öllum til að
skýra líðan okkar með að-
stæðum. Aftur á móti breyt-
um við ekki aðstæðum svo
glatt. Eini möguleikinn er
að breyta viðhorfi og hugs-
unum. Þar hefur þú ákveðna
stjórn og þú getur þjálfað þig
í að stýra þeim betur en þig
kannski grunar.
Taktu upplýst val
Í þeim aðstæðum sem þú ert í
núna getur þú sett fókusinn á
hugsanir þínar. Þær eru bæði
ósjálfráðar og sjálfráðar.
Þessar ósjálfráðu eru mögu-
lega ástríðufullar gagnvart
mági þínum, en hvert getur
þú valið að beina þeim í hvert
skipti sem þær skjótast upp í
kollinn þinn? Getur þú fyrir-
fram verið búin að ákveða
hvað þú ætlar að hugsa um í
staðinn? Beint hugsunum þín-
um að systur þinni? Að öðrum
myndarlegum mönnum sem
þér hafa þótt álitlegir? Nú eða
einhverju allt öðru, til dæmis
áhugamálum eða síðustu
kvikmynd sem þú sást?
Þegar kemur að ástríðu
hættir fólki til að líta á sig
sem viljalaust verkfæri í að-
stæðum sem það hefur ekki
stjórn á, en þú ert voldugri
en þú heldur. Taktu upplýst
val um hvert þú stefnir með
þessi mál. Mögulega gæti
aðstoð eða ráðgjöf frá þriðja
aðila komið sér vel fyrir þig
en ég er viss um að þú getir
fundið afar farsæla lausn á
þessu máli án þess að særa
neinn. Gangi þér sem allra
best. n
FÓKUS 37DV 18. DESEMBER 2020
Við hvetjum lesendur til að senda
spurningar og vangaveltur sínar til
Kristínar í tölvupósti á:
hjonabandssaela@gmail.com.
Spurningunum verður svo svarað
hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf-
sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði.
Fjölskylduhornið
Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi
svarar spurningum lesenda um málefni
er varða fjölskylduna, börnin og ástina í
Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar
Kristín spurningu lesanda sem upplifir
óþægilegar tilfinningar í garð mágs síns.
ÉG ER ÁSTFANGIN AF MÁGI MÍNUM
Sérfræðingur svarar
MYND/GETTY
Þá er ástin líka ákvörðun,
sem þýðir að þó að þú finnir
fyrir sterkum tilfinningum
getur þú ákveðið hvort þú
nærir þær eður ei.