Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Síða 45
MATUR 45 Villisveppasósa með púrtvínskeim Þessi er áberandi góð með Well- ington og nautakjöti. Ef sósublætið á heimilinu er mikið er gott að gera rúmlega af sósunni, sérstaklega ef séð er fram á afganga. Þessi upp- skrift kemur frá ritstjórn DV þar sem sósublæti er gríðarlegt. 2 skalottlaukar, saxaðir 2 msk. smjör 150 g blandaðir sveppir t.d. kastaníu, venjulegir og þurrkaðir villisveppir í bland 1 teningur nautakraftur 2 dl vatn 500 ml rjómi 1 tsk. ferskt timjan 4 msk. púrtvín Sandeman hentar vel ½ tsk. dijon-sinnep ⅓ tsk. sjávarsalt ½ tsk. nýmalaður pipar Saxið laukinn og steikið upp úr smjöri. Þegar hann er farinn að mýkjast fara saxaðir sveppirnir saman við. Setjið blönduna til hliðar – sigtið og notið vökvann í sósuna. Setjið 1 dl af soðnu vatni í bolla með ten- ingnum og látið leysast upp. Hellið innihaldi bollans í pott með vökvanum af pönnunni og auka dl af vatni. Þá fer rjóminn út í. Timjan og sinn- ep fer svo saman við. Látið suðuna koma upp og malla í 5 mínútur. Lækkið undir og bætið púrtvíninu, salti og pipar við. Smakkið til og látið malla við lágan hita í 5 mínútur til að þykkja – lengur til að láta vínandann gufa upp svo sósan verði nú örugglega barnvæn. Béarnaisesósa „souse vide“ Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Sverri Bollasyni verkfræðingi og eldhússéníi. Uppskriftin hefur verið margreynd af blaðamanni sjálfum og er líklega einfaldasta útgáfan af sósunni vinsælu sem til er. Hún hef- ur aldrei klikkað og jafnvel verstu kokkar geta með þessu móti boðið upp á fullkominn „Benna“. Enginn eggjaskilnaðarkvíði hér. 4 eggjarauður 400 g smjör 4 tsk. béarnaise essens 1 lúka estragon – helst ferskt Setjið allt sósuhráefnið nema estrag onið í vatnsheldan „souse- vide“ poka og ofan í 62°C heitt vatn með souse vide-tæki. Látið malla í 20-30 mínútur. Hita- stigið ætti að vera á bilinu 58-62°C en alls ekki hærra en 65°C. Þegar tímanum er lokið er innihald- inu hellt í skál, töfrasproti notaður til að þeyta innihaldið upp í silkimjúka og fallega sósu. Bætið við lúku af söxuðu estragoni og þeytið aftur í 2 sekúndur – bara til að blanda. Gjörið þið svo vel – stresslaus béarn aise-sósa! DV 18. DESEMBER 2020 MYND/TM MYND/GETTY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.