Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2020, Blaðsíða 45
MATUR 45 Villisveppasósa með púrtvínskeim Þessi er áberandi góð með Well- ington og nautakjöti. Ef sósublætið á heimilinu er mikið er gott að gera rúmlega af sósunni, sérstaklega ef séð er fram á afganga. Þessi upp- skrift kemur frá ritstjórn DV þar sem sósublæti er gríðarlegt. 2 skalottlaukar, saxaðir 2 msk. smjör 150 g blandaðir sveppir t.d. kastaníu, venjulegir og þurrkaðir villisveppir í bland 1 teningur nautakraftur 2 dl vatn 500 ml rjómi 1 tsk. ferskt timjan 4 msk. púrtvín Sandeman hentar vel ½ tsk. dijon-sinnep ⅓ tsk. sjávarsalt ½ tsk. nýmalaður pipar Saxið laukinn og steikið upp úr smjöri. Þegar hann er farinn að mýkjast fara saxaðir sveppirnir saman við. Setjið blönduna til hliðar – sigtið og notið vökvann í sósuna. Setjið 1 dl af soðnu vatni í bolla með ten- ingnum og látið leysast upp. Hellið innihaldi bollans í pott með vökvanum af pönnunni og auka dl af vatni. Þá fer rjóminn út í. Timjan og sinn- ep fer svo saman við. Látið suðuna koma upp og malla í 5 mínútur. Lækkið undir og bætið púrtvíninu, salti og pipar við. Smakkið til og látið malla við lágan hita í 5 mínútur til að þykkja – lengur til að láta vínandann gufa upp svo sósan verði nú örugglega barnvæn. Béarnaisesósa „souse vide“ Þessi uppskrift kemur upprunalega frá Sverri Bollasyni verkfræðingi og eldhússéníi. Uppskriftin hefur verið margreynd af blaðamanni sjálfum og er líklega einfaldasta útgáfan af sósunni vinsælu sem til er. Hún hef- ur aldrei klikkað og jafnvel verstu kokkar geta með þessu móti boðið upp á fullkominn „Benna“. Enginn eggjaskilnaðarkvíði hér. 4 eggjarauður 400 g smjör 4 tsk. béarnaise essens 1 lúka estragon – helst ferskt Setjið allt sósuhráefnið nema estrag onið í vatnsheldan „souse- vide“ poka og ofan í 62°C heitt vatn með souse vide-tæki. Látið malla í 20-30 mínútur. Hita- stigið ætti að vera á bilinu 58-62°C en alls ekki hærra en 65°C. Þegar tímanum er lokið er innihald- inu hellt í skál, töfrasproti notaður til að þeyta innihaldið upp í silkimjúka og fallega sósu. Bætið við lúku af söxuðu estragoni og þeytið aftur í 2 sekúndur – bara til að blanda. Gjörið þið svo vel – stresslaus béarn aise-sósa! DV 18. DESEMBER 2020 MYND/TM MYND/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.