Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Síða 2

Víkurfréttir - 18.06.2020, Síða 2
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Fjöldi fólks mætti á opið hús í nýjasta og hæsta háhýsinu á Suðurnesjum en það er nú komið vel á veg í byggingu við Pósthússtræti 5 í Keflavík. Hjalti Gylfason, annar eigenda verktakafyrir- tækisins Mannverks sem byggir húsið, segir að það hafi verið ánægjulegt hve margir mættu og nú þegar séu allnokkrir búnir að festa kaup á íbúð í húsinu. „Það kæmi mér ekki á óvart ef við verðum ekki búnir að ganga frá hátt í tíu kaupsamningum fyrir viku- lokin. Við erum afar ánægðir með hvað Suðurnesjamenn sýna þessum íbúðum mikinn áhuga,“ sagði Hjalti. Íbúðirnar verða af hentar tilbúnar í nóvember á þessu ári en framkvæmdir hafa nú staðið yfir á fullu í nokkurn tíma, þeim seinkaði um nærri ár og breyta þurfti háhýsinu vegna skipulagsmála. Var húsið minnkað og þar af leiðandi skipulaginu í því. Við það breyttist ein íbúð á átta fyrstu hæðunum úr þriggja í tveggja herbergja, 70 fermetra íbúð. Í húsinu eru 34 íbúðir, átta tveggja herbergja, 24 þriggja herbergja og efst eru tvær stærri þakíbúðir. Öllum íbúðunum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Vandaðar innréttinar frá Axis með granítborðplötum eru í íbúðunum, þá er bílakjallari við húsið. Útsýni er úr öllum íbúðunum til sjávar og verðið er frá 31,9 milljónum króna en meðalverð á fermetra er um 420 þúsund krónur. „Það virðist sem markaðurinn fyrir svona íbúðir sé nokkuð stór miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir. Líklega er það uppsöfnuð þörf á markaðinum,“ sagði Hjalti en Mannverk er með leyfi til að byggja tvö önnur háhýsi sem eru teiknuð við hlið þessa húss. Mikill áhugi á íbúðum í hæsta fjölbýlishúsinu Fjöldi fólks mætti til að skoða íbúðir í háhýsinu við Pósthússtræti 5 í Keflavík. VF-mynd/pket. Útsýnið úr háhýsinu er mikið. Hér er horft út til Keflavíkurhafnar og til hliðar er horft til Njarðvíkur. 2 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.