Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 7
Nýr rúmlega fjögurra
kílómetra göngustígur
milli Garðs og Sand-
gerðis er nú á lokametr-
unum. Búið er að mal-
bika hluta af stígnum.
Suðurnesjabær samdi við Ellert
Skúlason ehf. um lagningu göngu-
og hjólastígs milli Sandgerðis
og Garðs en fyrirtækið átti næst
lægsta tilboðið í verkið.
Ellert Skúlason ehf. bauð
122.602.280 kr. í verkið sem er
73,2% af kostnaðaráætlun er hljóð-
aði upp á 167.591.685 kr. Vega-
gerðin tekur þátt í framkvæmdar-
kostnaði og greiðir helming kostn-
aðar á móti Suðurnesjabæ.
Göngustígurinn verður rúm-
lega fjögurra kílómetra langur,
malbikaður í 2,5 metra breidd og
upplýstur. Stígurinn er frábær við-
bót við samgöngur á milli byggða-
kjarnanna tveggja í Suðurnesjabæ.
vf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
Styttist í opnun á nýjum
göngustíg í Suðurnesjabæ
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Forsetakosningar
laugardaginn 27. júní 2020
Kjörskrá í Reykjanesbæ, vegna forsetakosninga sem fram fara þann
27. júní 2020, liggur frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar
frá 18. júní fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér
hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal
beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis
persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í stofu 221, sími 420 4515.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.
VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 7