Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 24

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 24
T E LU R A Ð N E I K VÆ Ð UM H V E R F I S Á H R I F F Y LG I Á Æ T LU Ð UM B R E Y T I N G UM Á K Í S I LV E R KSM I ÐJ U Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar efast um að breytingar þær sem áætlaðar eru til þess að gera verksmiðju Stakksberg í Helguvík rekstrarhæfa séu mögulegar án breytinga á deiliskipulagi og bendir auk þess á að núverandi byggingar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Umhverfis- og skipulagsráð telur að neikvæð umhverfisáhrif fylgi áætluðum breytingum. Þær hafi í för með sér neikvæð sjónræn áhrif, neikvæð áhrif á loftgæði og þeim geti fylgt óþægindi og ónæði fyrir íbúa Reykjanesbæjar, auk þess að hafa mögulega neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í ljósi forsögunnar er umhverfis- og skipulagsráð ekki sannfært um að áætlaðar mótvægisaðgerðir, sem eiga að auka rekstraröryggi verksmiðjunnar og minnka óþægindi íbúa vegna hennar, reynist fullnægjandi. Niðurstaða umhverfis- og skipulagsráðs er að ekki sé nægilega gerð grein fyrir umhverfisáhrifum starfseminnar. Ráðið er ekki sammála niðurstöðum frummatsskýrslunnar varðandi loftgæði, samfélag, atvinnulíf og heilsu og telur mjög ólíklegt að efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar séu það mikil að þau vegi upp á móti neikvæðum áhrifum hennar á þann veg að þau nái að gera heildaráhrif verksmiðjunnar á samfélagið jákvæð. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur veitt Skipulagsstofnun umsögn vegna skýrslunnar Kísilverksmiðja í Helguvík – endurbætur Mat á umhverfisáhrifum Áhrif á heilsu íbúa eru metin óveruleg í frummatsskýrslunni. Til að þessi fullyrðing standist þarf að vinna lýðheilsumat eins og Embætti landlæknis telur æskilegt að gert verði ... 24 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.