Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 33

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 33
David Bowie: Aladdin Sane Fyrsta platan sem ég keypti mér, tíu ára gamall. Það var mikið safnað og valið vandað. Ég heim-sótti hljómplötuverslun Fálkans á Laugaveginum og þá fékk maður að hlusta og eftir miklar spekúla-sjónír og vangaveltur þá varð þessi plata fyrir valinu. Held ég kunni öll lögin utanað enþá. Ein besta Bowie platan að mínu mati. Keith Jarrett: BelongingÞessi er enþá í bílnum og er rennt reglulega. Keith Jarrett gerði þessa plötu með Norð-mönnunum Jon Christensen og Jan Garbarek og Sænska bassaleikaranum Palle Danielson. Nokkurskonar Skandinavískur jazz og eiginlega tímalaus snilld sem hafði mjög mótandi áhrif á mig. Þetta var mikill kontrast við pönkið sem ég hrærðist í á sínum tíma en þessi tónlist tekur mann í ferðalag. Brian Eno & David Byrne : My Life in the Bush of Gh osts Algerlega mögnuð tónlist sem ber keim af heimstónlist frá ýmsum h eimshornum. Þarna er blandað saman svokölluðum “sömplum” af allskonar t ónlist og uppákomum við tónlist þ eirra Eno og Byrne. Ef ég mætti bara t aka eina plötu með mér á eyðieyju þá væ ri það þessi. The Police: Regatta de BlancAlger bomba. Þvílíkur kraftur og spilagleði. Frábærar lagasmíðar og trommuleikarinn fékk mig til að hoppa upp úr sófanum. Gífurlega flott band og frábær plata. King Crimson: Red Platan sem breytti lífi m ínu. Bók- staflega. Ég var 11 ára þegar Valur bróðir minn kom með h ana heim en ég var vanur að stelast í fínu stereóg- ræjurnar hans þegar ha nn var ekki heima. Ég setti plötuna á og féll nán- ast í trans. Þegar platan rann í gegn þá vissi ég strax hvað é g myndi verða þegar ég yrði stór. Tónl istarmaður, trommuleikari. Og það varð raunin enda kom ekkert annað til greina og hefur aldrei gert. Senni lega sú plata og hljómsveit sem hefu r haft mest áhrif á mig. Fimm uppáhaldsplötur Halldórs Lárussonar ef þú smellir á plöturnar geturðu hlustað á þær á VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 33

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.