Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 35

Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 35
– Hvernig bíl ertu á í dag? Ég ek um á Land Rover bifreið. – Hver er draumabíllinn? Ég ætla að leyfa mér að nefna tvo. Annars vegar DeLorean bifreið árg. 1985 eins og notuð var í kvikmyndinni Back to the Future. Hins vegar flöskugrænn tveggja dyra Range Rover Classic árg. 1980. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Það hlýtur að hafa verið bolti af einhverju tagi. – Besti ilmur sem þú finnur: Íslenskur náttúruilmur. Þessi sem er alltumlykjandi þegar gengið er í fallegri íslenskri náttúru. – Hvernig slakarðu á? Gönguferðir og sund, svo eitthvað sé nefnt. Líka skemmtilegir bíltúrar þar sem markmiðið er að skoða eitthvað fallegt eða áhugavert. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Ég hlýt að þurfa að viðurkenna að það hafi verið einhver blanda af sveitaballatónlist (Skítamórall, Land og synir og Sálin hans Jóns míns) og því sem var að gerast á Bretlandseyjum á sama tíma; Radiohead, Oasis, Blur o.s.frv. – Uppáhaldstónlistartímabil? Ég finn alltaf eitthvað skemmti- legt að hlusta á af því sem er í gangi hverju sinni. Í dag finnst mér gaman að hlusta á JóaPé og Króla, Auður o.fl. í bland við eldri tónlist. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Auður, GDRN, JóiPé og Króli og Bríet, svo eitthvað sé nefnt. Svo er ég mjög hrifinn af laginu sem Már Gunnarsson og Iva voru að gefa út. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Jóhann Haukur, eldri bróðir minn (f. 1976), fékk „græjur“ í ferm- ingargjöf og hann sá um tónlistar- uppeldi mitt. Fyrstu geisladiskarnir hans voru Sálin hans Jóns míns og Tina Turner, eðlilega. Fljótlega í kjölfarið tók hann mikið Queen- æði og ég fylgdi með. – Leikurðu á hljóðfæri? Ég lærði á píanó þegar ég var pjakkur búsettur í Finnlandi en ég er hræddur um að sú kunnátta sé að mestu gleymd og grafin. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Sjónvarpsáhorf er vetraríþrótt á mínu heimili. Mér finnst gaman að horfa á heilar þáttaraðir á streymisveitum, t.d. glæpa- þætti eins og Breaking Bad, Better call Saul, Narcos, Sons of Anarchy, The Sopranos o.s.frv. Líka gaman- þætti eins og The Office (UK & US), Seinfeld o.fl. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég missi helst ekki af fréttum. Þá missi ég ekki af Arsenal-leikjum ef mótherjinn er viðráðanlegur. Þeim fer fækkandi því miður. – Besta kvikmyndin: Fæ að nefna nokkrar: Wall Street (1987), The Shawshank Redemp- tion (1994), LOTR þríleikurinn (2001–2003), The Godfather (1972), Goodfellas (1990) o.fl. o.fl. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? Nefni J.K. Rowling, Þorgrím Þrá- insson og Gunnar Helgason út af því hversu mikil og jákvæð áhrif þessir höfundar hafa haft á lestrar- áhuga á mínu heimili. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er enn að reyna að komast að því hvað það gæti verið. Ég er reyndar þrælgóður í að ganga frá og vaska upp. – Hvernig er eggið best? Spælt og á diski með öllum vinum sínum úr klassískum enskum morgunverði. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Sem betur fer er enn margt í fari mínu sem hægt er að laga. Ég get verið mjög langrækinn, einhver gæti haldið því fram að ég væri þrjóskur en það væri reyndar rangt. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fólk sem hangir í sínum eigin hugar- heimi á vinstri akrein á tveggja akreina vegi. Skilið skírteininu takk. – Uppáhaldsmáls- háttur eða til- vitnun: Morgunstund gefur gull í mund. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man fyrst eftir mér í sundlaug- inni í Neðri-Dal í Biskupstungum. Mjög ljúf minning. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Mér skilst að ég sé duglegur að segja „jæja ...“. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég myndi nota tækifærið og kíkja á börnin mín þegar þau voru unga- börn. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Það eru flestir grjóthörðu titlarnir fráteknir. Long Walk to Freedom (N. Mandela) og Granny Made Me an Anarchist (S. Christie). Ég myndi bara kalla mína: „Unnar vinnustundir“. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég væri alveg til í að leysa minn mann Lewis Hamilton af í eins og einum kappakstri. – Hvaða þremur per- sónum vildirðu bjóða í drauma- kvöldverð? Ég myndi bjóða Boris Johnson og Donald Trump ásamt Einari Matthíasi vini mínum. Hann hefði ýmislegt að segja við þá félaga. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Þetta hefur að mörgu leyti verið sérkenni- legt ár og krefjandi fyrir marga. Við komumst vonandi hratt og vel út úr erfiðu atvinnuástandi og efnahagsþrengingum ef við snúum öll bökum saman, horfum fram á veginn og nýtum saman þau tæki- færi sem leynast víða. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Ég er bjartsýnn fyrir þessu sumri eins og öllum öðrum sem á undan hafa komið. Ég held að hver og einn geti gert þetta sumar að frá- bæru sumri. – Hvað á að gera í sumar? Við fjölskyldan munum ferðast innanlands. Ganga saman á hóla og hæðir, liggja í heitum pottum víða um land og vonandi hafa það gott. – Hvert ferðu í sumarfrí? Það er ekki ósennilegt að við förum eitthvað norður í land í sumar. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég myndi fara með þá fyrst á Biryani Kebab í Reykjanesbæ því þeir eru ábyggilega svangir. Þaðan í hjólatúr út á Garðskaga, út á Hvalsnes og til baka. Svo á Rokk- safnið í Reykjanesbæ. Síðan bíltúr út á Reykjanesskaga til að skoða frussandi hveri og gufustróka. Þaðan í Retreat Spa og Bláa lónið. Enda ágætan dag á Moss Res- taurant. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Maldíveyja. Passa upp á að skila kveðju frá ykkur öllum. Enskur morgunverður er uppáhald. Unnar Steinn er til vinstri á myndinni. VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR // 35 Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. DeLorean Donald Boris
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.