Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 42

Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 42
Væri til í að vera Jennifer Aniston í einn dag ... bara til að vita hvort hún væri enn skotin í Brad Pitt. Lilja Kristrún Steinarsdóttir segir í netspjalli við Víkurfréttir að hún sé Íslandsmeistari í að taka til og henni líður best í sól og hita og helst við strönd. Netspj@ll – Nafn: Lilja Kristrún Steinarsdóttir. – Árgangur: 1971. – Fjölskylduhagir: Mamma tveggja yndislegra barna, Birkis Orra og Fjólu Margrétar. – Búseta: Í Hlíðarhverfinu í Keflavík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Fædd og uppalin í Keflavík. Dóttir Steinars og Veigu og systir Brynj- ars. – Starf/nám: Ég starfa sem bókasafnsfræðingur og kennari við Myllubakkaskóla. – Hvað er í deiglunni? Að fara út í yndislega sumarið og upplifa þau ævintýri sem það hefur upp á að bjóða. Kannski byrja smá að spila golf en dóttir mín pressar mikið á mig að gera það. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Pottþétt draumanemandi allra kennara alla vega samkvæmt Ölmu Vestmann! – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Þau voru skemmtileg, lærdómsrík og full af ævintýrum. Örlítið meira lagt í félagslífið en námið. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ætlaði alltaf að verða sálfræðingur og það blundar í raun alltaf enn í mér. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Rauð Toyota Corolla. Fannst hann geggjaður! – Hvernig bíl ertu á í dag? Kia Ceed Sportwagon. – Hver er draumabíllinn? Ég er ekki mikil bílakona. Bara einhver nýlegur á fjórum hjólum sem mér líður vel í og kemur mér á áfangastað. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Blái dúkkuvagninn minn sem ég fékk í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var fjögurra ára. – Besti ilmur sem þú finnur: Á sumrin er það klárlega ilmurinn af nýslegnu grasi en á jólunum er það grenilyktin og ilmurinn úr eld- húsinu. Elska jólin! 42 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.