Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 44

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 44
Einn harðasti Njarðvíkingurinn hér á landi er út- varpsmaðurinn Doddi litli en hann heitir Þórður Helgi Þórðarson. Ljúf rödd hans hefur lengi heyrst á öldum ljósvakans á öllum tímum sólar- hringsins og það tók hann um tuttugu ár að komast á toppinn, á Rás 2 allra landsmanna, en þangað stefndi strákur alla tíð. Doddi litli er líka tónlistarmaður og segist vera mikill „eitís“-gaur. Ný lög eru að koma úr framleiðslu þessa dagana og hann kynnir „Desire“ 19. júní en fleiri koma svo í kjölfarið. Fjölskyldan er öll þáttakandi í mynd- bandi sem fylgir og einnig fyrrverandi borgar- stjóri. Við heyrðum í Dodda og spurðum hann út í tónlistina og fleira til. – Við fengum óljósar fréttir af nýju lagi „ykkar“ Dodda og Love Guru. Hvað geturðu sagt okkur frá því? Þetta er skrítin fæðing á dægur- lagi, ég á hræðilega ljót jakkaföt inni í skáp en aldrei viljað henda þeim (gætu komið sér vel einhvern tíma). Síðast þegar ég var að taka til í skápnum sá ég þessi blessuðu föt og hugsaði ... nú fara þau! En ein- hver karl á öxlinni sagði: „Þú getur notað þau í myndband.“ Þessi setn- ing hefur truflað mig í góðan tíma sem endaði á því að ég ákvað bara að semja lag fyrir fötin. Ég var farinn að gera tónlist sem Doddi og ég gat gert eitthvað án þess að vera í gulum Henson-galla. Dodda tónlist á að vera mun alvarlegri en Love Guru en af einhverjum völdum komst Guru í textagerðina og varð lagið snemma mjög Gurulegt. Eins og fram hefur komið þá er ég kallaður Doddi en Andri Freyr Við- arsson, sjónvarps- og útvarpsmaður, hefur lengið kallað mig D O Double D III (sem er bara Doddi með Andra stælum). Hann var mikið að vinna með þetta gælunafn þegar ég var að semja textann og auðvitað rataði það inn í textann. Lag sem átti að vera Doddalag en breyttist í Love Guru- lag þar sem endalaust er sungið um D O Double D III. Það auðvitað gekk ekkert upp svo þetta endaði bara sem Doddi Feat. Love Guru. Þetta er rosalega langt frá öllu sem ég hef gert á æfinni, þarna syng ég og reyni meira að segja að gera það vel. Ég er ekki viss um að einhver hafi gert ráð fyrir að heyra Love Guru eða Dodda syngja R og B skotið diskó. Ég held að forvitnir ættu að gera sér ferð á Spotify 19. júní bara til að heyra þennan drumb reyna að syngja. – Og eitthvað meira en bara lag, plata jafnvel? Ég, eins og örugglega margir, hef gengið með þann draum að gera plötu með minni tónlist. Ég hef bara aldrei haft sjálfstraust til þess, aldrei þorað því. Love Guru-kvikindið er allt annað, þar er ég bara að fíflast og gera frekar leiðinlega tónlist. Þar er ég bara að hugsa um að skemmta fólkinu á ballinu, mikið hopp, öskur jakkaföt Fór í eldgömul og gerði nýtt lag Páll Ketilsson pket@vf.is 44 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.