Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 46
– Nafn:
Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli)
– Árgangur:
1969.
– Fjölskylduhagir:
Giftur með tíu ára strák og fjórtán
ára stelpu á heimilinu. Stóra stelpan
mín er löngu flutt út.
– Búseta:
Breiðholt, Reykjavík.
– Hverra manna ertu og hvar
upp alin?
Ég bjó hjá ömmu og afa á Hlíðarvegi
5 frá þriggja eða fjögurra ára aldri.
Afi hét Haukur Ingason og amma
Sigríður María Aðalsteinsdóttir, þau
eru bæði fallin frá.
– Starf/nám:
Dagskrágerð, hljóðvinnsla og tækni-
maður á Rás 2. Grunnskólapróf og
hljóðvinnslunámskeið ýmis konar.
– Hvað er í deiglunni?
Það er að klára þessa plötu (sem
Doddi er efst á baugi).
– Hvernig nemandi varstu í
grunnskóla?
Algjör tossi sem krakki, prýðilegur
frá tíu til þrettán ára. Þá uppgövaði
ég hitt kynið, tónlist og félagslíf og
fór aftur í tossann.
– Hvernig voru framhaldsskóla-
árin?
Ég lenti í einu af mörgum verkföllum
þegar ég reyndi við FS og var fljótur
að nota þá afsökun til þess að gefast
upp. Fór síðar í tækniteiknun í Iðn-
skólanum og var kominn vel á veg
þar þegar mér bauðst vinna á X-inu
977 og var fljótur að nota þá afsökun
til þess að hætta í skólanum.
– Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú yrðir stór?
Ég man að ég var einhvern tíma að
ræða við mömmu mína um hvað ég
vildi gera. Hún sagði: „Þú getur verið
allt sem þú villt, þú þarft bara að
hafa fyrir því!“ Ég spurði þá: „Gæti
ég þá kannski orðið útvarpsmaður
eða poppstjarna?“ Þá svaraði hún:
„Ég er ekki að meina að þú getir gert
nákvæmlega allt!“ Hæ mamma ...
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Það var Mazda 929 minnir mig.
Borgaði 20 þúsund út og restin, 40
þúsund, var á víxlum. Ég er ekki frá
því að ég hafi verið svalasti maður
Suðurnesja á þeim tíma.
Svona þangað til að drekinn fór að
gefa eftir, bíllinn var ekki nema tíu
ára gamall og var að hruni kominn.
Afi átti Mözdu svo ég vildi ekki
vera minni maður. Bíllinn fékk ekki
skoðun nokkrum mánuðum eftir
að ég keypti hann, var bremsulaus
og löggan vissi af mér – en ég segi
oft, nokkuð góður með mig, söguna
af því þegar ég stakk lögguna af á
bremsulausu Mözdunni minni og
faldi mig í kofa á einhverjum rólu-
velli í Keflavík. Þeir fundu mig ekki,
spurning hvort þeir geri það núna.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Fjórtán ára SAAB, bremsurnar soldið
slæmar og stutt í skoðun. Ekki segja
löggunni frá því. Ég er að skoða rólu-
velli ef ég skildi lenda í veseni.
– Hver er draumabíllinn?
Hann er ekki til því við fáum ekki
fleiri SAAB-a í þetta líf, gífulegur
skellur! Ætli það sé ekki bara fjór-
tán ára SAAB.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið
þitt þegar þú varst krakki?
Ætli það hafi ekki verið Mitre-fót-
bolti eða bara plötuspilari með
útvarpi þar sem maður gat hlustað
á Kanann. American Forces Radio
(þeir sem muna eru núna að syngja
þetta stef).
– Besti ilmur sem þú finnur:
Nýbökuð pizza.
– Hvernig slakarðu á?
Fer út að labba með úlfinn.
– Hver var uppáhaldstón-
listin þín þegar þú varst u.þ.b.
sautján ára?
Frá því ég var u.þ.b. tólf ára kom
hljómsveitin Depeche Mode inn
í mitt líf og hún hefur eignað sér
þennan titil síðan þá. Samt hefur hún
ekki gert góða plötu á þessari öld.
Hún hefur bara unnið sér réttinn til
þess að eigna sér toppsætið á meðan
ég tóri.
– Uppáhaldstónlistartímabil?
Ég er annálaður 80’s maður en það
er til endalaust af ömurlegri 80’s-tón-
list og það virðist vera það eina sem
heyrist í dag, leiðinlega 80’s-ið.
Ég mæli eindregið með podcast-
seríu sem ég gerði fyrir nokkrum
árum þar sem ég fékk allskonar
80’s-stuðningsmenn til þess að finna
Gleymdar Perlur Áttunnar (nafnið
á þáttunum). Ég er endalaust að fá
þakkir frá fólki sem er kannski að
heyra uppáhaldslagið sitt frá 1983 en
var bara búið að gleyma því. Ég gerði
líka Gleymdar Perlur Níunnar sem
var þá um 90’s. Þetta má finna allt í
Spilaranum á ruv.is og í hlaðvarp-
inu þar. Það er líka mikið af þessu
á Spotify en ég held að það vanti
þætti þangað. Þar sem ég er að tala
um podcost sem ég hef gert þá gerði
ég ansi vel heppnaðar seríur sem ég
kallaði Grínland, þar fékk ég margt
af skemmtilegasta fólki landsins til
þess að segja sögur af sjálfu sér, það
er allt á Spotify.
– Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana?
Ég er gífurlega háður tónlist en
ég hlusta ekkert á vinsældarpopp
lengur, ég fæ alveg nóg af því í
vinnunni. Allt sem ég hlusta núna
er mjög skrítið og ég veit ekki hvað
helmingurinn af því heitir. Ég safna
bara á playlista á Spotify og er svo
duglegur að fara út að labba með
„Ég er annálaður 80’s maður en það er til endalaust af ömurlegri 80’s-tónlist og það virðist
vera það eina sem heyrist í dag, leiðinlega 80’s-ið.“
46 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR
Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.
Fjölskylda Dodda kemur að gerð
myndbandsins. Hægra megin við Dodda
er dóttir hans, þið þekkið gæjann vinstra
megin við hann. Kona hans og fjórtán ára
dóttir tóku myndbandið upp og tíu ára
sonur hans stjórnaði playbakkinnu ...