Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 48

Víkurfréttir - 18.06.2020, Page 48
 – Nafn: Skarphéðinn Guðmundsson. – Fæðingardagur: 4.maí 1988. – Fjölskylduhagir: Unnusta, Helga Þórunn Pálsdóttir, og dæturnar tvær, Kristín Dalrós og Sigurrós Tinna. – Búseta: Sólheimar í Grímsnesi. – Hverra manna ertu og hvar upp alin: Sonur Kristínar Júlla, gervahönn- uðar, og Guðmundar Skarphéðins- sonar, vélstjóra. Bjó barnungur á Siglufirði en sleit barnsskónum í Garðinum. – Starf/nám: Forstöðumaður ferðaþjónustu og Sesseljuhúss umhverfisseturs á Sól- heimum. – Hvað er í deiglunni? Lífið þessa stundina snýst allt um að undirbúa sumarið sem er fram- undan, starfið og persónulega lífið er eitt og þetta er svo gaman. Ekkert nema skemmtileg verkefni alltaf sem öll snúast um að gleðja aðra. Mögu- lega er hægt að setja sig í þessi spor með því að kíkja inná instagram síðuna: #solheimareco sem Helga unnusta mín heldur utan um og deilir með þjóðinni okkar daglega lífi í þessu blómstrandi samfélagi sem við búum í. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Alveg þokkalegur. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Skemmtileg! Hefði alveg mátt vera meiri áhugi á náminu. – Hvað er þitt draumastarf? Frá því á unga aldri hefur það verið að verða knattspyrnustjóri Manches- ter United, held ég myndi valda því vel. Að öðrum kosti er það núver- andi starf. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Toyota Corolla ‘97. – Hvernig bíl ertu á í dag? Búinn að yngja upp um eitt ár og kominn á Toyota Rav ‘98 módel. – Hver er draumabíllinn? Volvo XC90 er mjög heillandi – Besti ilmur sem þú finnur: Vanilla berry sorbet er eitthvað annað ávanabindani ilmur! – Hvernig slakarðu á? Í baði, algjör friður! Annað trikk sem ég nota oft til þess að endur- nýja orkuna er þegar ég er einn að keyra að hafa slökkt á útvarpinu og algjöra þögn. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Akon var a.m.k. ofspilaður í geisla- spilara fyrsta bílsins. – Uppáhaldstónlistartímabil? Tíundaáratugslög gefa auðvitað góðar minningar eðlilega miðað við aldur en er pínu gamaldags í tónlist og 70‘s er klárlega uppáhalds. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Fátt nýtt en mest öll tónlistin á Gull- bylgjunni. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Móðir mín er og var sjúkur Bowie- aðdáandi, ef minnið klikkar ekki ómaði hann reglulega í plötuspilar- anum. – Leikurðu á hljóðfæri? Hef reynt en var með hreinskilin kennara sem benti mér á að einbeita mér bara að öðru. Hreinskilinn kennari sagði mér að einbeita mér að öðru en tónlist Skarphéðinn Guðmundsson er uppalinn í Garðinum en flutti ásamt fjölskyldu sinni til Sólheima til að hefja ferða- þjónustu stuttu áður þau fengu heimsfaraldur í fangið. Hann segist þó vera bjart- sýnn og spenntur fyrir ótal verkefnum í sumar á Gríms- nesi. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta. 48 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.