Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 50

Víkurfréttir - 18.06.2020, Qupperneq 50
 – Nafn: Bergur Daði Ágústsson. – Fæðingardagur: 18. júní 2001. – Búseta: Sunny Kef. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Born and raised í Keflavík með smá stoppi í Danmörku. Pabbi er Ágúst Þór, verkfræðingur, og mamma Lóa Rut, kennari í Holtaskóla. – Starf/nám: Var að útskrifast af hagfræðilínu í Verzló en stefni á fjármálaverkfræði í HR næsta haust. – Hvað er í deiglunni? Bara hvað fólk getur verið hrottalegt við hvert annað. Á bjartari nótum er fótboltatímabilið að byrja sem er geggjað. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Rólegur, þægur, sat samt aldrei á minni skoðun. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Nýliðin, hröð, skemmtileg. – Hvað er þitt draumastarf? Er ekki búinn að átta mig á því, eitt- hvað fjármálatengt. – Hvernig bíl ertu á í dag? Vínrauðum 2013 Hyundai i20, geggj- aður bíll. – Hver er draumabíllinn? Langar lúmskt í einn Audi TT á næstunni. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Legoið mitt, klárlega. Gaman að byggja. – Hvernig slakarðu á? Lesa góða bók í rúminu, hlustandi á góða tónlist. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? Bubbi og Valdimar ofarlega á lista alla vegana. – Uppáhaldstónlistartímabil? Íslensk dægurlög bara svona yfir höfuð. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Allt með áhugavert beat eða laglínu. – Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Bubbi, Bubbi, Bubbi. – Leikurðu á hljóðfæri? Hef verið að læra á trompet undan- farin tólf ár. – Er einhver tónlist sem þú skammast þín fyrir að fíla, svona Guilty Pleasure? Verður að vera klassísk tónlist meðan ég er að læra. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Mikið um YouTube og Netflix, orð- ið langt síðan maður horfði á sjón- varpsstöðvarnar. – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Game of Thrones þegar það var í gangi. – Besta kvikmyndin? Shawshank Redemption. – Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur? The Way of Kings eftir Brandon Sanderson er í uppáhaldi. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Spila á hljóðfæri, litla systir mín stefnir hins vegar á að ná mér í þeim efnum. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Elda ofboðslega lítið, kannski hakk og spagettí. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ofhugsun. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óverðskuldaður hroki. – Uppáhaldsmálsháttur eða til- vitnun: Gott silfur er gulli betra – hef sem sagt aldrei unnið neitt. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Örugglega að hlaupa gegnum kríu- varp með afa, hann hélt á góðum klappstól yfir höfðinu – held hann hafi verið hræddari en við krakk- arnir. – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: Díses kræst. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Tiger Woods, fara og taka hring og vera kannski einu sinni undir 100 þá. – Hvaða þremur persónum myndir þú bjóða í drauma- kvöldverð? Michael Jordan, Lebron James og Kobe Bryant. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Mjög skrýtið, það var erfitt að síðasti alvöru skóladagurinn í framhalds- skóla skyldi hafa verið 13. mars. Svo birtir núna til eftir útskrift. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, stefnir í frábært dómgæslusumar, gott veður og góður fótbolti. – Hvað á að gera í sumar? Vinna, dæma mikið og smá eðlis- fræði. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Garðskaga, vanmetinn staður. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Got Agulu í Kenía, Verzló hefur tekið þátt í að byggja upp skóla þar og hjálpuðum við sem vorum í Góðgerðaráði núna til við að byrja söfnun fyrir framhaldsskóla. Svo er Austur-Afríka bara áhugaverður staður. Gott silfur er gulli betra Bergur Daði Ágústsson er bráðum nítján ára Keflvíkingur sem lauk stúdentsprófi á dögunum frá Verzlunarskóla Íslands og stefnir í fjármála- verkfræði í haust.Hann segir að óverðskuldaður hroki fari mest í taugarnar á sér og á skemmtilega minningu af hræddum afa sínum með klappstól yfir höfði sér í kríuvarpi. Bergur svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta. N etspj@ ll 50 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.