Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 58

Víkurfréttir - 18.06.2020, Side 58
Þjálfarateymi: Brynjar Þór Gestsson tók aftur við þjálfun Þróttar eftir síðasta tímabil. Binni þjálfaði Þróttara árið 2017 í 3. deildinni er liðið tryggði sig upp í 2. deild. Andy Pew hefur verið á Íslandi frá árinu 2006 og er aðstoðar- þjálfari. Fyrirliði: Örn Rúnar Magnússon kom til Þróttar haustið 2017 frá ÍH. Lykilmenn: Brynjar Jónasson, Andri Már Hermannsson, Hrólfur Sveinsson, Viktor Segatta og Alexander Helgason. Leikmannahópur: Farnir: Alexis Alexandrenne (Frakkland), Andri Hrafn Sigurðs- son (hættur), Aran Nganpanya (hættur), Elvar Freyr Arnþórsson (Ýmir), Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ólafsvík), Gilles M. Ondo (Frakkland), Guðmundur Marteinn Hannesson (hættur), Ivaylo Yanachkow (Ægir Þorláks- höfn), Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (hættur), Lassana Drame (hættur), Miroslaw Babic (Ægir Þorlákshöfn), Nemanja Ratkovic (Serbía), Ólafur Hrannar Kristjánsson (KB), Pape Mamadou Faye, Jordan Tyler. Komnir: Andri Jónasson (frá HK), Kristjan Marko Stosic (frá Hamri), Júlíus Óli Stefánsson (frá Fjarða- byggð), Andri Már Hermannsson (frá Aftureldingu), Guðmundur Már Jónasson (frá Haukum), Brynjar Jónasson (frá HK), Tómas Helgi Hafberg (frá Víkingi), Leó Kristinn Þórisson (frá FH), Sigurður Gísli Snorrason (frá ÍR), Rafal Daníelsson (frá Fram) og Hafþór Þrastarson (frá Haukum). Þróttur hefur verið að yngja liðið upp í bland við eldri leikmenn, allir erlendu leikmenn liðsins frá fyrra ári eru farnir og Brynjar Þór snúinn aftur sem þjálfari liðsins. Þróttur hefur tímabilið laugar- daginn 20. júni kl. 13:00 á Dalvíkurvelli gegn Dal- vík/Reyni. Markmið og væntingar: Allir erlendir leikmenn eru farnir frá síðasta ári og hafa Þróttarar verið að yngja upp liðið í bland við þá sem voru fyrir í liðinu. Markmið liðsins er að gera betur en í fyrra, þá endaði félagið í 5. sæti. Það tekur alltaf tíma að byggja upp félag og spurning hve- nær liðið passar saman. Enok Eiðs- son og Hafþór Þrastarson hafa verið að glíma við meiðsli og spurning hvort þeir taki slaginn í sumar. Annað: Félagið er á sínu þriðja ári í 2. deild. Langtímamarkmið verður að byggja upp leikmannahóp til næstu þriggja til fimm ára og blanda sér í baráttuna um laus sæti í Lengjudeildinni innan fárra ára. Þróttur, meistaraflokkur karla: Metnaðarfullt uppbyggingastarf í Vogum Fimmtudagur 18. júní 2020 // 25. tbl. // 41. árg. 58 // VíKuRFRÉttiR á SuÐuRnESjum í 40 áR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.