Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 46

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 46
Keflavík tók á móti Víkingi í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í sjöundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn var Keflavík í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Tinda- stóli, en Víkingar í því sjötta. Keflavík eina taplausa liðið Eftir sjö umferðir hafa Keflavíkurstelpurnar ekki tapað leik, þar hafa gert tvö jafntefli en sigrað í fimm leikjum. Markatala þeirra er einnig stórgóð, hafa skorað 22 og fengið fjögur mörk á sig. Dröfn Einarsdóttir er markahæst í deildinni með sex mörk og Natasha Anasi kemur í kjölfarið með fimm. Keflvíkingar ná forystu skömmu fyrir leikhlé Keflavík byrjaði leikinn gegn Víkingi vel og sóttu stíft að marki þeirra, eftir því sem leið á hálfleikinn komst Víkingur þó betur inn í leikinn en Keflavíkurstelpurnar höfðu þó töglin og hagldirnar og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Natasha Anasi var ógnandi og átti m.a. skot í utanverða stöngina, þá var Paula Wat- nick spræk og hættuleg fram á við. Það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós, þar var Paula að verki eftir að hafa hirt frákast af skoti Amelíu Rúnar Fjeldsted. Paula var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún átti sendingu á Ísabel Jasmín Almarsdóttur sem tvöfaldaði forystu Keflavíkur (45’+1). Staðan 2:0 í hálfleik. Víkingar minnka muninn Stelpurnar í Keflavík hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru ógnandi upp við mark Víkinga en markvörður þeirra sá við því sem kom á markið. Á 58. mínútu náðu Víkingar þó að skora gott mark og komast aftur inn í leikinn. 2:1. Við það að fá mark á sig misstu Keflavíkurstelpurnar aðeins dampinn en voru þó ekki lengi að hrista slenið af sér. Paula komst í gott færi aðeins nokkrum mínútum síðar en markvörðu Víkinga var enn á réttum stað og varði skot hennar vel. Víkingar voru ákveðnar í að jafna leikinn en fyrirliði Keflvíkinga var ekki á þeim buxunum þegar hún tók á rás upp völlinn, gaf góða send- ingu á mann leiksins, Anítu Lind Daníelsdóttur, sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið og Keflavík aftur komið með tveggja marka forystu (82’). Það var svo Kara Petra Aradóttir sem skoraði síðast markið aðeins mínútu eftir að henni var skipt inn á (89’) og lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir Keflavík. Keflavík á toppnum Eftir leikina í sjöundu umferði sitja Keflavíkur- stelpur einar í efsta sæti því á sama tíma tapaði Tindastóll fyrir Haukum. Keflvíkingar eru því efstar með sautján stig og hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar. Lengjudeild kvenna: Keflavíkur- stelpur einar á toppnum Aníta Lind Daníelsdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Keflavíkur í leiknum gegn Víkingi, vann vel og skoraði mark. Markvörður Víkinga varði oft og tíðum vel, það dugði ekki til því hún þurfti engu að síður að sækja boltann fjórum sinnum í netið. VF-mynd: JPK Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. 46 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.