Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 46

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 46
Keflavík tók á móti Víkingi í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Nettóvellinum í sjöundu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn var Keflavík í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Tinda- stóli, en Víkingar í því sjötta. Keflavík eina taplausa liðið Eftir sjö umferðir hafa Keflavíkurstelpurnar ekki tapað leik, þar hafa gert tvö jafntefli en sigrað í fimm leikjum. Markatala þeirra er einnig stórgóð, hafa skorað 22 og fengið fjögur mörk á sig. Dröfn Einarsdóttir er markahæst í deildinni með sex mörk og Natasha Anasi kemur í kjölfarið með fimm. Keflvíkingar ná forystu skömmu fyrir leikhlé Keflavík byrjaði leikinn gegn Víkingi vel og sóttu stíft að marki þeirra, eftir því sem leið á hálfleikinn komst Víkingur þó betur inn í leikinn en Keflavíkurstelpurnar höfðu þó töglin og hagldirnar og sköpuðu sér nokkur ágætis færi. Natasha Anasi var ógnandi og átti m.a. skot í utanverða stöngina, þá var Paula Wat- nick spræk og hættuleg fram á við. Það var þó ekki fyrr en á 43. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós, þar var Paula að verki eftir að hafa hirt frákast af skoti Amelíu Rúnar Fjeldsted. Paula var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hún átti sendingu á Ísabel Jasmín Almarsdóttur sem tvöfaldaði forystu Keflavíkur (45’+1). Staðan 2:0 í hálfleik. Víkingar minnka muninn Stelpurnar í Keflavík hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru ógnandi upp við mark Víkinga en markvörður þeirra sá við því sem kom á markið. Á 58. mínútu náðu Víkingar þó að skora gott mark og komast aftur inn í leikinn. 2:1. Við það að fá mark á sig misstu Keflavíkurstelpurnar aðeins dampinn en voru þó ekki lengi að hrista slenið af sér. Paula komst í gott færi aðeins nokkrum mínútum síðar en markvörðu Víkinga var enn á réttum stað og varði skot hennar vel. Víkingar voru ákveðnar í að jafna leikinn en fyrirliði Keflvíkinga var ekki á þeim buxunum þegar hún tók á rás upp völlinn, gaf góða send- ingu á mann leiksins, Anítu Lind Daníelsdóttur, sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið og Keflavík aftur komið með tveggja marka forystu (82’). Það var svo Kara Petra Aradóttir sem skoraði síðast markið aðeins mínútu eftir að henni var skipt inn á (89’) og lokatölur leiksins urðu 4:1 fyrir Keflavík. Keflavík á toppnum Eftir leikina í sjöundu umferði sitja Keflavíkur- stelpur einar í efsta sæti því á sama tíma tapaði Tindastóll fyrir Haukum. Keflvíkingar eru því efstar með sautján stig og hafa ekki tapað leik í deildinni í sumar. Lengjudeild kvenna: Keflavíkur- stelpur einar á toppnum Aníta Lind Daníelsdóttir var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Keflavíkur í leiknum gegn Víkingi, vann vel og skoraði mark. Markvörður Víkinga varði oft og tíðum vel, það dugði ekki til því hún þurfti engu að síður að sækja boltann fjórum sinnum í netið. VF-mynd: JPK Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. 46 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.