Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 65

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 65
„Sumarið var kærkomið eftir sérkennilegan og erfiðan vetur. Ég byrjaði að flakka aðeins um í maí. Fór í dagsferðir á Suðurlandinu og tók eina nótt á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Það var yndislegt að fá að upplifa og njóta friðsældar og fegurðar náttúrunnar, þar sem afar fáir voru á ferli fyrripart sumars,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður úr Njarðvík. Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að ferðast um landið, elska útilegur og á veturna ferðast ég líka um vegna starfsins, oftast um Suðurlandið. Ég get ekki gert upp á milli staða á Ís- landi. Landið allt er ægifagurt í öllu sínu veldi og náttúran er síbreytileg. Birtan og veðrið, litirnir og árstíð- irnar. Allt þetta býr til stemmingu sem hrífur mig á ólíkan hátt.“ Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er ekki með neitt plan fyrir Verslunarmannahelgina. Ætla að sjá til með veður og í hvernig stuði ég verð. Vinkona mín, sem býr í Noregi, er hér á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Það gæti allt eins verið að ég myndi elta þau eitt- hvert. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar maður er, góður félags- skapur er málið.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? Eftirminnilegasta Verslunar- mannahelgin mín hlýtur eigin- lega að vera þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðahátíð með nokkrum vinkonum úr Njarðvík. Veðrið var hræðilegt. Endalaus rigning og brjálað rok. Við komumst ekki frá Eyjum vegna veðurs og höfðum í engin hús að vernda. Peninga- lausar og allt rennandi blautt. Það endaði með því að ein vinkonan bankaði uppá hjá einhverjum strák sem hún kannaðist lauslega við og við fengum að gista á stofugólfinu heima hjá honum. Aumingja strák- urinn að fá okkur allar sex í heim- sókn.“ Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmanna- helgina? „Gott veður er bónus en góður fé- lagsskapur nauðsynlegur“, segir Silja Dögg. Aumingja strákurinn að fá okkur allar sex í næturheimsókn Páll Ketilsson pket@vf.is víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 65 Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.