Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 65

Víkurfréttir - 29.07.2020, Qupperneq 65
„Sumarið var kærkomið eftir sérkennilegan og erfiðan vetur. Ég byrjaði að flakka aðeins um í maí. Fór í dagsferðir á Suðurlandinu og tók eina nótt á hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Það var yndislegt að fá að upplifa og njóta friðsældar og fegurðar náttúrunnar, þar sem afar fáir voru á ferli fyrripart sumars,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður úr Njarðvík. Hvaða staðir á Íslandi hafa heillað þig? „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að ferðast um landið, elska útilegur og á veturna ferðast ég líka um vegna starfsins, oftast um Suðurlandið. Ég get ekki gert upp á milli staða á Ís- landi. Landið allt er ægifagurt í öllu sínu veldi og náttúran er síbreytileg. Birtan og veðrið, litirnir og árstíð- irnar. Allt þetta býr til stemmingu sem hrífur mig á ólíkan hátt.“ Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina? „Ég er ekki með neitt plan fyrir Verslunarmannahelgina. Ætla að sjá til með veður og í hvernig stuði ég verð. Vinkona mín, sem býr í Noregi, er hér á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Það gæti allt eins verið að ég myndi elta þau eitt- hvert. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar maður er, góður félags- skapur er málið.“ Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín? Eftirminnilegasta Verslunar- mannahelgin mín hlýtur eigin- lega að vera þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðahátíð með nokkrum vinkonum úr Njarðvík. Veðrið var hræðilegt. Endalaus rigning og brjálað rok. Við komumst ekki frá Eyjum vegna veðurs og höfðum í engin hús að vernda. Peninga- lausar og allt rennandi blautt. Það endaði með því að ein vinkonan bankaði uppá hjá einhverjum strák sem hún kannaðist lauslega við og við fengum að gista á stofugólfinu heima hjá honum. Aumingja strák- urinn að fá okkur allar sex í heim- sókn.“ Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmanna- helgina? „Gott veður er bónus en góður fé- lagsskapur nauðsynlegur“, segir Silja Dögg. Aumingja strákurinn að fá okkur allar sex í næturheimsókn Páll Ketilsson pket@vf.is víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 65 Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.