Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Page 6
6 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0
A llt byggir þetta á aukinni fræðslu, vel skipulögðum forvörnum, æfingum og
bættum öryggisbúnaði svo fátt eitt sé
nefnt. Samhliða aukinni öryggisvit-
und hefur átt sér stað jákvæð þróun
þegar kemur að heilsufari sjómanna,
hvort sem er með heilsufarsskoðun-
um, forvörnum eða úrræðum sem
eru til þess fallin að sjómenn nái
bata eftir að hafa lent í slysum eða
orðið veikir. Flestar útgerðir eru í dag
með öryggisstjóra og tryggingafélög
horfa í auknum mæli til öryggismála
og heilsufars við mat á iðgjöldum
útgerða.
Guðni Arinbjarnar bæklunarlæknir
hefur í um 20 ár einnig starfað
sem sjómannalæknir. Hann rekur
fyrirtækið Sjómannaheilsa ásamt
eiginkonu sinni, Svanlaugu Ingu
Skúladóttur hjúkrunarfræðingi.
Fyrirtækið þjónustar fjölda útgerðar-
félaga, sinnir heilsufarsmælingum
bæði fyrir sjómenn og starfsmenn í
landvinnslu og fylgir þeim eftir sem
hafa lent í slysum við vinnu á sjó, í
frítíma eða veikindum.
Fleiri snúa aftur til vinnu
Guðni segir í samtali við Sjómanna-
dagsblaðið að hér á landi hafi náðst
góður árangur, ekki bara í því að meta
og fylgjast með heilsufari sjómanna
heldur einnig að fyrirbyggja óhöpp
og bjóða upp á úrræði fyrir þá sem
lent hafa í óhöppum. Ástæðan er sú
vitundarvakning sem hefur verið
bæði meðal sjómanna og útgerðar-
manna um að huga meira að öllum
öryggismálum um borð í skipum.
Það er mjög mikilvægt að
fylgja þeim sem lent hafa
í óhöppum vel eftir, alveg
frá því að þeir slasast eða
veikjast og þangað til þeir
fara aftur til vinnu.
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
miklar framfarir
í heilsumælingum
sjómanna
íslendingar hafa náð góðum og mikilvægum árangri í öryggis-
málum og forvarnastarfi á sjó. Það hefur skilað sér í færri
slysum og færri dauðsföllum og nú er svo komið að enginn
hefur látið lífið á sjó síðustu þrjú ár. samhliða hafa einnig orðið
framfarir í mælingum á heilsufari sjómanna og vitundarvakn-
ing þegar kemur að úrræðum til að bæta enn heilsu þeirra.
guðni arinbjarnar bæklunarlæknir
hefur starfað sem sjómannalæknir í um
tvo áratugi. Hann og eiginkona hans,
Svanlaug inga Skúladóttir, reka saman
fyrirtækið Sjómannaheilsu sem sinnir
heilsufarsmælingum jafnt fyrir sjómenn
og starfsfólk landvinnslu og fylgir þeim
eftir sem hafa lent í slysum við vinnu á
sjó, í frítíma eða veikindum.
Mynd/Hreinn Magnússon