Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Qupperneq 14

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Qupperneq 14
14 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 M agnús Viðar er fæddur 1951. Hann fór fyrst á sjó sumarið 1965, þá aðeins 14 ára gamall, á Goðafoss. Það kom þó ekki aðeins til af góðu, því móðir Magnúsar Viðars lést í byrjun sama árs og faðir hans, sem sjálfur vann mikið, kom drengnum fyrir á sjó. „Hann fór og ræddi við yfirvél- stjórann, Þór Skaptason. Þór ætlaði nú ekki að vilja ráða mig af því að ég var svo lítill,“ segir Magnús Viðar og hlær við þegar hann rifjar þetta upp. Faðir hans sannfærði Þór þó um að gefa drengnum tækifæri því hann myndi nú vonandi stækka og þá yrði ef til vill eitthvað úr honum. Úr varð að hann var tekinn til prufu sem vélabagsari og fékk það hlutverk að þrífa herbergi og vistarverur vélaliðsins, þjóna og gefa dagmönnunum að borða. Smávaxinn drengurinn hafði aldrei verið á sjó og ekki bætti úr skák að hann var illa haldinn af sjóveiki fyrst um sinn. Það var þó ekki í boði að hætta, þannig að það var ljóst að hann þurfti að standa sig. Eldri systir hans var farin utan sem au pair og faðir hans kynntist fljótt annarri konu og flutti inn með henni. Það má því segja að Magnús Viðar hafi verið hálf undankomu- laus. Vinnudagurinn var langur, ræst kl. 6.30 á morgnana og unnið til klukkan tíu á kvöldin. Til viðbótar við það að þrífa ellefu herbergi var það einnig hlutverk hans að þrífa ganga og messa og þvo vinnugalla áhafnarmeðlima. Þrátt fyrir ungan aldur kunni Magnús Viðar þó til verka að þessu leyti. „Móðir mín hafði fengið krabbamein og var svo gott sem rúmliggjandi heima í þrjú ár áður en hún lést. Hún kenndi mér þó ýmislegt á þessum tíma, til dæmis að þrífa föt, strauja, elda smávegis og fleira. Um tíma gat ég lítið farið út því hún þurfti mikla umönnun,“ segir Magnús Viðar. „Þetta reyndist mér þó vel þegar ég var messagutti. Ég fékk líka smá aukagreiðslur frá áhafnarmeðlim- um fyrir að strauja skyrtur, pressa buxur og pússa skó.“ En hvernig tilfinning er það að vera rétt orðinn unglingur, búinn að missa móður sína og hafa í raun enga aðra möguleika en að vera á sjó? „Satt best að segja var hún ekkert sérstök,“ svarar Magnús Viðar að bragði. „Ég vissi lítið hvað framtíðin bar í skauti sér og að mínu mati var hún ekki björt. Mig langaði frekar til að taka landspróf og fara í háskóla. Móðir mín var ættuð að vestan og hafði misst ættingja og vini á sjó, þannig að hugur hennar stóð til þess að koma okkur systkinunum í háskóla. Sjálfur hafði ég áhuga á náttúrufræði og bændastörfum. En þetta var staðan á þessum tíma.“ Magnús Viðar starfaði á Goðafossi næstu sumur á eftir en á árunum 1968-69 starfaði hann sem dagmaður í vél á Brúarfossi og háseti á m/b Sæborgu RE 22. Sjómennskuferilinn var rétt að byrja. Uppreisn á Grænlandsmiðum Haustið 1969 réði Magnús Viðar sig til starfa sem háseti á færeyska skipinu Leifi heppna. Síldin var þá farin en færeyskar útgerðir komu hingað til lands í leit að Íslendingum á sjó. Töluverður fjöldi íslenskra sjómanna sótti um og færri komust að en vildu. Í fyrstu leit þetta út fyrir að vera spennandi verkefni. Strax við ráðningu fékk Magnús Viðar afhentar 300 danskar krónur til að kaupa sér sjógalla og aðrar nauðsynjavörur. Í framhaldinu var stefnan tekin á Grænlandsmið. „Þetta gekk þokkalega til að byrja með. Við vorum helst í því að hugsa um netin, skipta út rifnum netum, fella ný net á teina og splæsa lykkjur fyrir steina og kork. Netin voru á miklu dýpi, um 100 til 300 m, og komu oft illa farin upp. Vinnudagurinn var nokkuð langur, það var ræst klukkan sex á morgnana og unnið til miðnættis alla daga,“ segir Magnús Viðar þegar hann rifjar þetta upp. „Síðar komumst við þó að því að það voru brögð í tafli varðandi skiptingu á hverjum hlut. Færeyingarnir reiknuðu sér aukahlut af skiptaprósentunni og í ljós kom að hlutur okkar Íslendinganna var lægri. Við mótmæltum því eitthvað en engu að síður var áfram sótt stíft á hafið.“ Fyrst á sjó 14 ára gamall magnús viðar helgason vélstjóri á að baki tæpa hálfa öld á sjó. hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann fór fyrst á sjó og lauk hann starfsferli sínum í fyrra. í viðtali við sjómannadagsblaðið fer magnús viðar yfir ferilinn, skrautlega veiðiferð til grænlands, vandað viðhald stærri véla og lífið eftir sjómennskuna auk þess sem fjallað er um möguleg orkuskipti í skipum sem möguleika á að minnka mengun. Orkuskipti taka áratugi n Hér á landi sem annars staðar hefur töluvert verið rætt um notkun svartolíu um borð í skipum og þá gjarnan með tilliti til umhverfissjónarmiða. Það er ekki úr vegi að spyrja vélstjórann um skoðun hans á þessum málum en það má heyra á honum að honum þykir vænt um umhverfið. „Frá 1975 höfum við verið að brenna svartolíu, bæði á fiskiskipum og fraktskipum,“ segir Magnús Viðar. „Við notuðum lengi svartolíu frá Rússland og síðar úr Norðursjó. Rússasvartolían var nokkuð óhrein, með vatn, brennistein, asfalt, þungmálma og fleira. Hún fór líka illa með vélar og það var töluverð vinna fólgin í því fyrir vélstjóra að hreinsa síur og fleira. Þrátt fyrir að olían sjálf væri ódýr féll mikill kostnaður til í viðhaldi og ótraustum rekstri skipanna. Upp úr 1990 fóru stærri skip, þá helst fraktskip, að nota þyngri svartolíu. Samhliða voru vélarnar orðnar betri, meðal annars með betri ventla, sem gerði það að verkum að hægt var að keyra þær lengur á milli viðhalds og upptektar.“ Magnús Viðar rekur í nokkuð ítarlegu máli þá þróun sem hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru. Leyfilegt magn brennisteins og þungmálma er nú 0,5% á heimsvísu en var fyrir nokkrum árum 4,5%. Á undanförnum árum hafa sérstök hafsvæði einnig verið tilgreind og mengandi lofttegundir í afgasi skipa takmarkaðar. Næst okkur eru þessi svæði meðal annars í Norðursjó og við Eystrasalt. Svartolían uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru í umhverfismálum og því er brugðið á það ráð að brenna gasolíu eða dísilolíu samhliða. „Kröfurnar sem eru gerðar til notkunar svartolíu gera útgerðum ótækt að nota hana á hefðbundin skip sem ekki eru búin vothreinsun á afgasi. Nýjustu fiskveiðiskip Íslendinga eru þó búin svona búnaði og geta því brennt þungri svartolíu áfram en fraktskipin ekki,“ segir Magnús Viðar. „Nú er þó búið að þrengja reglurnar enn frekar og til að fullnægja kröfum um brennisteinsinni- hald eru ýmsar eldsneytisblöndur komnar á markað, jafnvel svartolíutegundir með lágmarks brennistein en þó svipað sótmagn. Tækninni fer sífellt fram og þær útgerðir sem nota áfram þunga svartolíu setja margar hverjar upp vothreinsbúnað á afgasútblástur, sem þvær eða skolar niður brennistein og sót með sjó eða vatni. Sum af þessu kerfum minnka sót í útblæstri um 90% og brennistein um 98% en kosta þá töluverða fjármuni. Síðan eru til ódýrari lausnir sem skola menguninni beint út í hafið með tilheyrandi áhrifum á fisk, skeldýr og sjávargróður. Því miður eru margar íslenskar útgerðir að nýta þá lausn, þannig að í stað þess að menga loftið eru þær að menga hafið.“ Magnús Viðar segir að íslenski skipaflotinn eigi eftir að nýta mun meira af gasolíu og þá sé áhugaverð þróun að eiga sér stað með rafvæð- ingu minni skipa. Auk þess sé horft til orkugjafa á borð við jarðgas, lífdísil, metan og vetni – sem allir minnki minni koltvísýring og innihaldi nánast ekkert sót eða brennistein. „Orkuskiptin taka nokkra áratugi. Á meðan verða ýmsar orkunýtingarútfærslur, hreinsibún- aður og eldsneytisblöndur þróaðar frekar,“ segir Magnús Viðar. „Það sem hægt er að gera strax í loftmengun er að draga úr umferðarhraða skipa og rýmka samhliða tímamörk í siglinga- og samgöngu- áætlun. Það getur munað miklu í olíueyðslu og mengun hvort vélar eru keyrðar á 95% eða 78-80% hagkvæmnisálagi, eða allt að sex tonnum minni eyðslu miðað við sólarhrings keyrslu fyrir skip í áætlunarsiglingu. Það samsvarar um 17% minni olíueyðslu.“ Brúarfoss sigldi á þessum tíma strandsiglingar og það var nokkur eftirspurn eftir áfengi og tóbaki á landsbyggðinni.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.