Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Side 20

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Side 20
20 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 2 0 Frekari tjón óhjákvæmileg vegna hlýnunar Það er stundum sagt að það sem einu sinni hafi gerst geti orðið aftur. Eins og fyrr segir er flóðalægðin 9. janúar 1990 sú eina sem heimildir eru um að líkist Básendaflóðinu 1799, en þá kom lægðin að landi á fjöru þegar ekki var stórstreymt, sem forðaði kannski miklum búsifjum eins og getið er um í fyrrnefndri áfangaskýrslu. Engu að síður gekk mikill sjór á land í því veðri og urðu Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti. Má þá ef til vill gera ráð fyrir áframhaldandi tjóni af völdum sjávarflóða hér við land? Þeirri spurningu svarar Trausti Jónsson játandi. Bæði sé það vegna hnattrænnar hlýnunar sem sé líkleg til að hækka sjávarborð og því til viðbótar eigi sér nú stað nokkurt landsig um landið suðvestanvert. „Tjón af völdum sjávarflóða er því óhjákvæmilegt í framtíðinni gæti sveitarfélögin ekki að skipulagi sínu. En burtséð frá því tel ég nánast víst að það verði einhvern tíma aftur mjög mikið flóð þótt ómögulegt sé að spá fyrir um tjón af völdum þess,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. - bv Trausti Jónsson bendir á að hér hafi upp úr aldamótum tekið að hlýna hraðar en heimsþróunin segi til um. Líklegt sé samt að hægi á þeirri hlýnun aftur. Mynd/Hreinn Magnússon Sjávarborð hækkar smám saman n Hnattræn hlýnun jarðar hefur m.a. í för með sér hækkun sjávar- borðs, hér við land sem og annars staðar. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings hefur hiti á landinu hækkað um eina til tvær gráður frá aldamótunum 1800 og gætir þeirra áhrifa meira á veturna en sumrin. „Í stóra samhenginu gætir þessarar þróunar m.a. í mildari vetrum en áður. Haustið lætur bíða lengur eftir sér og vorið ber fyrr að garði. Það má því segja að sumrin hafi lengst nokkuð. Úrkoma hefur líka aukist þótt fjöldi úrkomudaga hafi ekki gert það,“ segir Trausti. Land sígur samfara hækkun sjávarborðs Þótt fáir neiti góðu sumri og mildum vetrum verður ekki litið framhjá þeim neikvæðu afleiðingum sem hlýnunin hefur í för með sér. Trausti segir að hlýnunin á Íslandi hafi almennt verið í takti við það sem er að gerast annars staðar í heiminum. „Hins vegar fór að hlýna hér hraðar upp úr aldamótum en heimsþróunin segir til um. Við væntum þess að það hægi á henni og að hún komist í samræmi við heimsþróunina. Ef það gerist ekki má segja að illt sé í efni.“ Ástæðuna segir Trausti vera þá að hægi ekki á hlýnuninni muni sjávarborð e.t.v. hækka hraðar en ella samfara landsiginu. Skagamenn breyta skipulagi til varnar nýrri byggð Með hliðsjón af því sem Trausti bend- ir hér á er vert að nefna að ýmsar skýrslur hafa verið teknar saman fyrir opinbera aðila á undanförnum árum til að meta möguleg áhrif á byggðir af völdum hækkandi sjávarborðs og vaxandi úrkomu. Í meginatriðum eiga þær það sammerkt að gera ráð fyrir að flotið geti um miðbæ Reykjavíkur í meiri háttar flóðaveðrum. Einnig virðist Reykjanesskaginn liggja vel við höggi þar sem landsig á sér stað samfara hækkandi sjávarborði. Sum sveitarfélög og stofnanir þeirra hafa látið greina hættusvæðin og sem dæmi má nefna Faxaflóahafnir, sem íhuga að hækka hafnarkanta til að verja byggðina í miðbæ Reykjavíkur. Einnig má nefna að á Akranesi hefur nýlega verið ákveðið að breyta deiliskipulagi við svokallaðan Sem- entsreit, þar sem reisa á íbúðarbyggð, með því að hækka götuna um tvo metra þar sem hún liggur meðfram sjónum. Síðastliðinn vetur dæmigerður meðalvetur Hlýnun jarðar er sannarlega áhyggjuefni. Einn angi þess er þróun veðurs, eða öllu heldur tilbrigði við þau venjubundnu veður sem flestir upplifa að jafnaði, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Mörgum var síðastliðinn vetur þungur í skauti hér á landi þar sem óveður voru tíð til lands og sjávar, alvarleg snjóflóð svo ekki sé talað um endurteknar veglokanir. Í vor var t.d. haft eftir skipherra varðskipsins Þórs, Halldóri B. Nellett, við komuna til Reykjavíkur eftir fimm vikna úthald að veturinn hefði verið einhver sá leiðinlegasti sem hann hefði upplifað í þau 48 ár sem hann hefði verið á varðskip- unum. Halldór kvaðst því feginn sumrinu eins og landsmenn allir. En var síðastliðinn vetur fádæma harður í horn að taka? Trausti segir svo ekki hafa verið samkvæmt tölfræðinni því hún sýni að um dæmigerðan meðalvetur hafi verið að ræða sem eigi sér fjölmargar hliðstæður, þótt illviðri hafi vissulega verið heldur fleiri en algengast er. Erum fljót að gleyma „Við mannfólkið höfum þá til- hneigingu að vera fljót að gleyma. Vissulega hafa síðastliðin tuttugu ár í flestu verið okkur hliðholl, að minnsta kosti hvað veðrið áhrærir. Við höfum notið fremur góðra sumra og mildra vetra. Það hafa ekki verið nema kannski tveir til þrír vetur á þessari öld sem tölfræðin skilgreinir sem kalda. Kannski var ófærðin síðasta vetur nýlunda fyrir einhverja, því við erum orðin svo góðu vön og munum ekki vel það sem liðið er.“ tjón af völdum sjávarflóða er því óhjákvæmilegt í framtíðinni gæti sveitarfélögin ekki að skipulagi sínu. en burtséð frá því tel ég nánast víst að það verði einhvern tíma aftur mjög mikið flóð þótt ómögulegt sé að spá fyrir um tjón af völdum þess. myndin sýnir sjávarstöðuna í miðbænum, miðað við uppreiknað Básendaflóð. núverandi byggð hefur verið bætt á myndina. Hún er úr skýrslu sem unnin var árið 2015 um flóðavarnir fyrir Kvosina. að mati verkfræðinga sem Sjómannadagsblaðið leitaði til er ekki talið að svona yrði umhorfs í miðbænum þótt viðlíka atburður ætti sér stað aftur vegna landmótunar sem átt hefur sér stað síðan, ekki síst með byggingu hafnarmannvirkjanna sem koma í veg fyrir að aldan nái með sama móti inn á svæðið og hún gerði árið 1799. Engu að síður yrði talsvert tjón á eignum, svo sem í kjöllurum af völdum blautra gólfefna og ýmislegs annars eins og margir þekkja. Mynd/ studio grandi

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.