Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Síða 44
44 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0 með samvinnu sjómannadagsráðs, heilbrigðisyfirvalda og reykjavíkurborgar er nýr og einstakur lífsgæðakjarni, sléttan, óðum að taka á sig mynd í Fossvogsdalnum með nýju hjúkrunarheimili fyrir níutíu íbúa, þjónustumiðstöð og fjölda leiguíbúða. S léttan er fjórði lífsgæða-kjarninn sem Sjómanna-dagsráð hefur komið að uppbyggingu á í þágu aldraðra. Að uppbyggingu lokinni má gera ráð fyrir að vel á annað þúsund manns eigi kost á að njóta þjónustu á Sléttunni, íbúar hjúkrunarheimilisins og leiguíbúðanna, auk fólks sem býr í nálægum hverfum. Allar rekstrareiningarnar tengjast miðlægt Þjónustumiðstöð Sléttunnar gegnir miðlægu hlutverki gagnvart hjúkrunarheimilinu og leiguíbúðum Naustavarar, sem endurspeglast m.a. í því að inngangurinn er sameiginlegur með öllum rekstrar- einingunum. Hjúkrunarheimilið er í eigu ríkis og borgar, sem sömdu við Sjómannadagsráð um að það yrði rekið undir merki Hrafnistu. Þjón- ustumiðstöðin var hins vegar byggð af Sjómannadagsráði, sem jafnframt á hana og rekur, m.a. með samningum við Reykjavíkurborg og fjölbreyttan hóp þjónustuveitenda. Einnig kemur Naustavör að verkefninu með byggingu 60 leiguíbúða á Sléttunni í fyrri áfanga. Þær eru fyrir þá sem búa sjálfstætt en vilja þó nýta sér aðgang að þeirri fjölbreyttu þjónustu sem veitt er á svæðinu,“ segir Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Um margt einstakt verkefni Sigurður segir hugmyndafræði og framkvæmd verkefnisins um margt einstakar, sem hafi skilað miklum og víðtækum árangri. „Það var t.d. farsæl ákvörðun að ríki og borg ættu samvinnu við reyndan fagaðila á sviði öldrunarþjónustu um þessa miklu framkvæmd, fá Sjómannadagsráð og Hrafnistu að hönnun verkefnisins, fela þeim umsjón með öllum verkþáttum og samningum við verktaka og birgja og fylgja byggingarverkefninu eftir frá fyrstu skóflustungu til þeirrar síðustu þegar íbúarnir flytja inn. Sléttan er því um margt einstakt verkefni sem aðrir framkvæmdaaðilar á þessu sviði gætu tekið mið af í sambærilegum verkefnum til að hámarka nýtingu opinbers fjármagns, hagkvæmni reksturs og lífsgæði þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar,“ segir Sigurður. Samlegðin forsenda hámarks- hagkvæmni á færri fermetrum Frá því að fyrsta skóflustungan að byggingu hjúkrunarheimilisins var tekin í nóvember 2017 liðu einungis um 27 mánuðir þar til fyrstu íbúar fluttu inn á heimilið. „Ástæðan er lífsgæðakjarni sjómannadagsráðs tekinn til starfa Mikill áhugi á nýjum leiguíbúðum Naustavarar í Fossvogi n Naustavör hefur lokið við byggingu sextíu leiguíbúða fyrir sextíu ára og eldri á Sléttunni í Fossvogsdal. Íbúðirnar eru þétt við þjónustumið- stöðina og er stefnt að því að hefja úthlutun fyrstu íbúðanna í næsta mánuði. Frá íbúðunum er innangengt til þjónustumiðstöðvarinnar eins og frá hjúkrunarheimili Hrafnistu. Hjá Naustavör er nú verið að undirbúa framkvæmd við síðari áfanga fram- kvæmdanna með byggingu áttatíu leiguíbúða í viðbót en alls verða þær eitt hundrað og fjörutíu á Sléttunni, samtengdar þjónustumiðstöðinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem fólk hefur sýnt nýju leiguíbúðunum. Við höfum fengið fjölmörg símtöl og tölvupósta frá fólki sem hefur skráð sig á lista yfir þá sem vilja kynna sér íbúðirnar og þessi áhugi kviknaði talsvert áður en við hófum að kynna þær opinberlega,“ segir Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Hann segir að margir hafi komið í maí og skoðað tilbúna sýningaríbúð við Sléttuveg. Vandaðar íbúðir nálægt fjölbreyttri þjónustu Þeim sem höfðu samband og skráðu sig á lista fyrir 9. maí hjá Naustavör var boðið í heimsókn til að kynna sér fullbúna sýningaríbúð sem gefur góða mynd af gæðum íbúðanna og þeim greiða aðgangi sem verður að fjölbreyttri þjónustu í þjónustumið- stöð Sléttunnar. „Kynningin tókst afar vel þrátt fyrir óvenjulega verk- ferla sem nauðsynlegt var að fylgja á heimsóknardögunum í samræmi við leiðbeiningar Almannavarnaráðs vegna veirufaraldursins. Gerð leigu- samninga er þegar hafin af miklum krafti enda hefjast afhendingar innan skamms,“ segir Sigurður. Fjölbreytt stærð íbúða í boði Íbúðirnar 60 sem nú er verið að úthluta í fyrri áfanga eru í þremur meginstærðarflokkum, þ.e. 50-70 fermetra íbúðir, 71-85 fermetrar og loks íbúðir stærri en 85 fermetrar. Sigurður segir flestar íbúðirnar vera í flokki minnstu íbúðanna og fækka síðan eftir því sem fermetrum fjölgi. „Eins og við gerðum ráð fyrir er mesta eftirspurnin eftir íbúðum í flokki eitt en það er líka talsverð eftirspurn eftir hinum stærðarflokkunum,“ segir Sigurður, en hægt er að kynna sér leiguíbúðirnar á vefslóðinni https:// naustavor.is/slettan.Sigurður garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, í nýrri og stórglæsilegri leiguíbúð naustavarar í Fossvogi. Mynd/Hreinn Magnússon Svona er um að litast fyrir utan nýjan íbúðakjarna naustavarar við Sléttu- veg í Fossvogi. Mynd/Hreinn Magnússon sléttan er því um margt einstakt verkefni sem aðrir framkvæmdaaðilar á þessu sviði gætu tekið mið af í sambærilegum verkefnum til að hámarka nýtingu opinbers fjármagns, hagkvæmni reksturs og lífsgæði þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.