Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Blaðsíða 47
eftir tæp fimmtán ár við bryggju var varðskipinu óðni siglt á ný á lokadaginn 11. maí þegar hollvinasamtök óðins, í samvinnu við landhelgisgæsl- una, létu úr höfn á skipinu með aðstoð dráttarbáts áður en aðalvélar þess voru ræstar á ný eftir langt hlé. Þegar út á ytri höfnina var komið voru aðalvélarnar tvær ræstar í fyrsta sinn frá 2006 og gekk það nokkurn veginn samkvæmt áætlun fyrir utan smávægilegan olíuleka við einn af stimplum bakborðsvélarinnar, sem var lagaður á örfáum mínútum. Báðar vélarnar ruku í gang með sínum hætti enda hefur miklum tíma verið varið í það undanfarin misseri að gera skipið klárt á ný. Skipið var látið ganga áfram á um fimm mílna hraða, síðan var bakkað og fleiri kúnstir gerðar áður en snúið var til baka til hafnar. Alls tók prufusiglingin rúmar tvær klukkustundir. Á fjórða tug einstaklinga kom að viðburðinum 11. maí, m.a. fyrrver- andi áhafnarmeðlimir í hópi vélstjóra sem þekkja vel til í vélarrúminu ásamt öðrum vélstjórum sem tekið hafa þátt í viðhaldsvinnu um borð undanfarin misseri. Einnig tóku þátt fulltrúar frá Hollvinasamtökunum, Sjóminjasafninu, Faxaflóahöfnum og Landhelgisgæslunni ásamt öðrum sem tengst hafa Óðni til margra ára. Að sögn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Hollvinasamtaka Óðins, er ætlunin að gera það að árlegum viðburði að leysa festar Óðins og sigla skipinu á sundunum við Reykjavík til að liðka það og halda því í æfingu. Varðskipið Óðinn er þriðja varð- skipið með þessu nafni, smíðaður í Álaborg í Danmörku fyrir Landhelgis- gæslu Íslands 1959 og afhentur hér á landi í Reykjavík 27. janúar 1960. Skipið tók þátt í öllum þorskastríðum Íslendinga á tuttugustu öldinni auk þess að vera eitt afkastamesta björgunarskip landsmanna í áratugi. Síðasta formlega sigling Óðins var farin 2006 þegar siglt var í kurteis- isheimsókn til Bretlands. Á leiðinni utan greip áhöfn skipsins togara að ólöglegum veiðum og fylgdi honum til hafnar. Meðal þeirra sem sigldu með Óðni til Bretlands var forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kr. Lárusson, sem „lenti þar með í vinnu við skýrslugerð og lögfræðilegum ráðleggingum vegna atviksins“, en skipherrann í síðustu embættisferð Óðins var Sigurður Steinar Ketilsson, síðar skipherra á Tý og stjórnarmaður í Sjómannadagsráði um árabil. Sigurður Steinar lést 27. október 2019. - bv 47 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0 óðinn sigldi á ný á lokadaginn óðinn mætir Viðey á siglingunni á sundunum við reykjavík. Mynd/Hreinn Magnússon á leið úr höfn með aðstoð dráttarbáts. Mynd/Hreinn Magnússon Hluti þess hóps sem koma að siglingu óðins 11. maí síðastliðinn. Mynd/bV Bograð yfir vélinni eftir að upp kom olíu- leki sem lagaður var á nokkrum mínútum. Mynd/bV Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VÖNDUÐ OG FALLEG RÚM Rafdrifin hjúkrunarrúm með mörgum stillimöguleikum og úrvali aukahluta. Sölufólk okkar hefur áratuga reynslu í þjónustu og ráðgjöf við val á rúmum og fylgihlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.