Sjómannadagsblaðið - 07.06.2020, Side 53
þennan hátt í heiminum og er hún
nánast aðeins notuð á Íslandi. Í dag eru
fjölmörg togskip að nota þessa vörpu og
nefna skipstjórar að það sé sparnaður í
olíu og tíma að nota þvernetsvörpuna,
þar sem hún sé léttari í drætti og virðist
rifna sjaldnar,“ segir Haraldur.
Þá bendir hann á að þróun
poka á vörpum hafi einnig tekið
stakkaskiptum. „Allar vörpur, bæði
flotvarpa og botnvarpa, eru með poka
þar sem aflinn safnast saman þegar
togað er, oft í nokkra klukkutíma.
Það er reginmunur á pokum flot- og
botnvörpu, þar sem flotvörpupokar
eru alla jafna miklu stærri, enda
veiðarfærið allt miklu stærra og meiri
afli tekinn í hverju hali. Þessir pokar
geta verið allt að 90 metra langir á
flotvörpum og tekið nokkur hundruð
tonn í einu. Það er því mjög mikilvægt
að pokarnir séu níðsterkir en um leið
að það flæði vel í gegnum þá þannig
að fiskur safnist ekki saman framan
við pokann. Möskvar eru oftast smáir í
flotvörpupokum þar sem veiðitegundir
eru ekki stórar. En möskvarnir eru oft
notaðir þvert í þessum flotvörpupokum,
svokallaðir straumpokar.“
Netaverkstæði G. Run
Þekking á þessari mikilvægu hönnun
á flotvörpupokum barst síðan yfir
í botnvörpupoka. Hefðbundinn
botnvörpupoki er gerður úr tveimur
samsíða byrðum saumuðum saman
og mynda þau þannig hálfgert rör
eða poka. „Þennan hefðbundna
poka höfum við mælt til kjörhæfni
í flestum nytjategundum.
Með kjörhæfni er átt við
hvernig stærðardreifing á veiðitegund
er úr viðkomandi poka og þá um
leið hversu hátt hlutfall sleppur af
smáfiski út um möskva pokans. Við
mælingu á þessum hefðbundnu
gamalreyndu pokum kom í ljós að
afar lítið hlutfall af smáfiski slapp
út. Þá er gripið til þess ráðs að reyna
skiljur eða stækka möskva, með
ágætum árangri en ekki gallalausum,
þar sem það kom niður á gæðum eða
of mikið af smærri tegundum eins
og ýsu slapp út þótt hún væri yfir
settum lengdarmörkum.“ Haraldur
segir að þegar hér var komið sögu
hafi netaverkstæði Guðmundar
Runólfssonar hf. í Grundarfirði verið
að prófa poka í fjórum byrðum líkt
og notað er á flotvörpum og því með
fjórum saumum í hefðbundnu neti og
sett á venjulega botnvörpu. Pokinn
virkaði vel og var eftir því tekið að
gæði fisksins voru mun meiri en
úr hefðbundnum pokum. Þetta þótti
athyglisvert. Samtímis voru fleiri og
fleiri að nota þvernetsvörpu og vildu
nota þvernetspoka við hana, en það
hafði ekki gengið vegna reglugerðar
um hvernig mæla skyldi möskva sem
eru með skilgreinda lágmarksstærð.
„Reglugerðinni var breytt og
fljótlega varð til poki hannaður af
Guðmundi Gunnarssyni á netaverk-
stæði Hampiðjunnar í samvinnu við
Eirík Jónsson skipstjóra á Sturlaugi
sem settur var upp í þverneti, fjórum
byrðum og með stuttum leisislínum,
sem eru reipi, sett með saumum
pokans og venjulega aðeins lengra,
en strekkt netið og hugsað sem
öryggislína ef netið í pokanum
rifnar. Í þessum poka var línan höfð
styttri en netið þannig að pokinn
var með slöku neti og allt togaflið á
línunum.“ Til varð poki með nær 30
prósentum minna neti en samt jafn
stór, í fjórum byrðum og því opnari
þannig að fiskur átti greiðari leið út
um slakt netið og vel opna möskva.
„Reynslan sýndi að netið skildi betur
út smáfisk og gæði fisksins virtust í
það minnsta ekki minni. Núna eru
mjög margir að nota þessa poka og þá
jafnvel með stærri möskva en gefið er
upp sem lágmarksstærð.“
Góð reynsla breytti reglugerð
Haraldur segir að svipaða sögu megi
segja um poka á rækjuvörpu. Góð
reynsla af bolfiskveiðapokanum hafi
kveikt þá hugmynd hjá netagerðar-
meistaranum Snorra Sigurhjartarsyni
hjá Hampiðjunni á Ísafirði að þarna
væri mögulega tilvalin leið til að
minnka magn smárækju í afla. Hann
fékk því Hermann Hrafn til liðs við
sig og saman hönnuðu þeir poka
í þverneti með fjórum byrðum og
stuttum línum og var pokinn prófaður
við innfjarðarækjuveiðar frá Ísafirði.
„Útkoman var mjög góð og í fram-
haldinu var óskað eftir reglugerðar-
breytingu svo nota mætti pokann án
undanþágu. Við fórum þá í að mæla
kjörhæfni á þessum nýja rækjupoka
á sama hátt og bolfiskpokinn var
mældur. Til samanburðar við þennan
poka voru síðan mældir hefðbundinn
síðunetspoki og svokallaður leggpoki
sem menn urðu að nota samkvæmt
reglugerð.“
Skanni greinir tegundir
Netagerðarmeistarar eru, að sögn
Haraldar, óþreytandi að þróa veiðarfæri
til betri vegar. „Hins vegar hefur mér
lengi fundist tæknistig veiðarfærisins í
flot- og botnvörpuveiðum vera lágt. Flest
fiskiskip eru útbúin með alls kyns há-
tæknibúnaði en þrátt fyrir það hafa
menn ekki mikið annað en veiðireynslu
til að segja sér hver sé líklegasta
aflasamsetning að safnast í veiðarfærið
þegar togað er. En það er verkefni á
góðri siglingu núna til að reyna að leysa
þetta. Tækniþróunarsjóður hjá Rannís
veitti styrk til Hafrannsóknastofnunar í
samvinnu við Stjörnu-Odda og Hampiðj-
una að hanna svokallaðan Fiskiskanna,
sem setja á fyrir framan vörpupoka
með beintengingu með ljósleiðara
upp í brú skipsins.“ Skanninn greinir
síðan með gervigreind fiskitegundir,
lengdarsamsetningu og aflamagn
og sendir niðurstöðurnar samtímis
beint upp í brú. „Við stefnum að því að
það verði hægt að vita nákvæmlega
stærðasamsetningu, fjölda og magn í
þyngd af hverri tegund jafnharðan og
veitt er þannig að heildarniðurstaðan
verði þekkt áður en híft er. Hönnun
Fiskiskannans gengur vel og verður
hann vonandi prófaður á þessu ári
en áætlað er að ljúka hönnun á því
næsta. Þetta yrði í besta falli bylting
fyrir skipstjórann á veiðum og myndi
gera veiðar nákvæmari. Búnaðurinn
mun einnig kalla á næsta stig að geta
valið aflasamsetningu og sleppa öllu
sem menn vilja ekki,“ segir Haraldur.
- bv
53 S j ó M a N N a d a G S B l a ð i ð J Ú N Í 2 0 2 0
allar vörpur, bæði
flotvarpa og botnvarpa, eru
með poka þar sem aflinn
safnast saman þegar togað
er, oft í nokkra klukkutíma.
mynd af Hemmer-botntrolli í tankferð Hampiðjunnar. Mynd/HaMpiðjan
Haraldur við störf á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn dorina reið þar yfir.
Mynd/Haraldur a. einarsson
Ágætu sjómenn,
til hamingju með daginn!
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
sjomannadagur20.pdf 1 2.6.2020 13:13:04