Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 35

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 35
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 35 Hannes Petersen Dagur í lífi HNE­læknis á Akureyri á aðventunni 07:20 Opna augun, loka þeim, opna aftur, loka, opna … enginn munur. Svakalegt sem það er þetta skammdegi. Næ fókus á klukkuna, góðir átta svefntímar að baki, glaðvakna því heilmargt er framund- an. Kaffi og ristað brauð, kertaljós við morgunverðarborðið og Sigrún mín gegnt mér í skímunni. Jólalög á Retró í morgun- útvarpinu, gefum pestar-þrástefinu frí. 08:20 Kominn á SAK, ræsi tölvuna. Saga spyr hvort ég eigi erindi… tja, jú ætli það ekki; kanna afdrif sjúklinga sem ég tengd- ist á slysadeildinni daginn áður og sé að allt hefur leyst. Maður er semsagt ekki ómissandi, skrítið. Næst eru það tölvu- póstar; tvö póstföng sem þarf að sinna. Alltaf eitthvað um „þumallinn upp“ svar- að til allra, en inn á milli póstar sem þarf að svara strax og svo aðrir sem mega bíða. Tölvupóstar eru svo mikil ferskvara. 09:40 Sinni tveimur HNE-tilvísunum, hnútar á hálsi, þeim er mikilvægt að sinna eins fljótt og hægt er og jafn mikilvægt að búa við heilbrigðiskerfi sem leyfir það. 10:30 Næ að setjast við skjáinn og fara enn einu sinni yfir fyrirlestur eftirmið- dagsins. Núna er það aðallega að slípa frönskuna, en síðastliðið sumar hafði ég, í gleðikasti, lofað að halda fyrirlesturinn á frönsku en PP-slæðurnar fengju að vera á ensku. Hádegismatur í dós, skyr og malt og appelsín, reynist ekki vera sú hátíð- lega hjálparblanda sem ég taldi tungunni nauðsynlega svo franskan fljóti. Rauðvín og ostar hefðu eflaust staðið betur með mér. 13:00 Set rör í hljóðhimnur tveggja mið- aldra kvenna, önnur hægri, hin vinstri og velti fyrir mér hversu tímarnir hafi breyst, börnin mikið til að sleppa. En tvisvar verður gamall maður víst barn. 14:00 ESCEBD-ráðstefnan að byrja á Zoom. Þetta er ráðstefna sem haldin er árlega í Nancy í Frakklandi þar sem jafn- vægisvísindamenn frá frönskumælandi löndum kynna rannsóknir sínar og treysta rannsóknarsamvinnuböndin. Ráðstefn- an mun standa yfir til klukkan átta og þannig eru þátttakendur frá Líbanon í austri og Kanada í vestri innan þokkalegs tímaramma. Kunningjarnir fara að birtast, við vinkum og spjöllum, Phillipe, Pierre, Raphael, Solara, Hermann og Art, en það er eitthvað sem passar ekki, eitthvað sem vantar. 16:50 Röðin komin að mér og það er bara gaman að fá að miðla rannsóknum sínum; sínum, neiii rannsóknir eru samstarf þar sem margir koma saman í kringum hug- myndir, aðferðir og úrlausnir. Í dag kynni ég fyrstu niðurstöður okkar úr sjóveiki- herminum. Þar stendur þátttakandinn á hreyfanlegum palli og horfir á öldur, í sýndarveruleikagleraugum, eins og hann standi á bát. Allt fer síðan af stað, hreyf- ing pallsins í takt við öldurnar sem hann sér. Fjöldi lífmerkja er síðan greindur, sem eru svör við upplifuninni í sjóveikiherm- inum, en þessi samsetning er ný og gefur góð fyrirheit. 20:00 Ráðstefnan búin, tvö til þrjú klikk með músinni, skjárinn svartur og þú einn. Ekkert spjall og bjór, ekkert tækifæri til að leita ráða, kanna samstarf, spyrja um fjölskyldur, lífið og tilveruna. Best að drífa sig heim. 20:10 Tókuð þið eftir tímanum, allt innan seilingar á Akureyri. Kvöldmatur, heitt brauð í ofni og spánskt hvítvín. Ofninn var heitur eftir smákökubakstur Sigrúnar, fjórar sortir í eftirrétt, kaffi og Crown sem streymir úr Netflix. 22:00 Fréttir; hvað er maður alltaf að hlusta á þessa endurtekningu, og þó, loks- ins virðist vera að birta yfir þeim. 22:30 Kominn upp í, þarf mína níu tíma. Þessi dagur þaut hjá, kviss bang, enn er eins og vikurnar séu bara mánudagar og föstudagar. Ráðstefna í „útlöndum“ en ekkert farið. Helgi Sigurðsson æðaskurðlæknir tók myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.