Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 36
36 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106
V I Ð T A L
„Þetta hefur verið erfitt og óvenjulegt ár,“
segir Magnús Gottfreðsson, prófessor
og yfirlæknir á Landspítala, sem nú er
nýhættur í ritstjórn Læknablaðsins eftir 7
ára setu, þar af síðastliðin fjögur ár sem
ritstjóri. „Ég kveð blaðið með söknuði en
jafnframt með þeirri sannfæringu að mörg
framfaraskref hafi verið stigin í útgáfu
blaðsins á undanförnum árum. Þá er ég
þeirrar skoðunar að regluleg endurnýjun
sé nauðsynleg í starfi eins og þessu, gott
fólk tekur við og framtíð blaðsins er björt.“
Magnús stjórnar 15 manna vísindadeild
Landspítala og kennir við Háskóla Íslands,
hann er með doktorsnema og mörg rann-
sóknarverkefni. Hann er einnig forseti
NSCMID, samtaka sérfræðinga í smitsjúk-
dómum og sýklafræði á Norðurlöndunum,
sem hafa þurft að fella niður ráðstefnur árs-
ins og funda þess í stað reglulega með fjar-
fundabúnaði. Magnús er smitsjúkdóma-
lækn ir í heimsfaraldri, eitthvað sem hann
bjóst við en trúði samt ekki.
„Faraldrar eru tilhugsun sem við smit-
sjúkdómalæknar erum vanir. Ég bjóst við
þessu og hef rætt margoft, en samt kom
örlítið á óvart þegar heimsfaraldurinn
raungerðist. Þetta er togstreita á milli
rökhugsunar og trúar,“ segir Magnús á
léttu nótunum. En hvernig metur hann
framhaldið?
„Við höfum heyrt tölur nefndar og
sviðsmyndir en þangað til að við náum
því marki að geta tryggt að 60-70% þjóðar-
innar hafi mótefni, ógnar veiran daglegu
lífi okkar,“ segir hann. „Sennilega mun
það taka út árið 2021 en vonandi er það
rangt hjá mér og við fáum meira bóluefni
hraðar og leysum dæmið fyrr.“
Sammannlegt eðli
Magnús segir áhugavert „bæði persónu-
lega og faglega“ að verða vitni af því
hvernig sagan verður til. „Geta borið
saman viðbrögð mismunandi þjóða og
mátað það allt í spegli sögunnar.“ Þótt
tímarnir séu ekki fordæmalausir, upplifi
kynslóðirnar sem nú lifa það svo.
„Tilfinningalegu viðbrögðin eru sam-
bærileg hvar sem maður drepur niður
fæti. Sammannlegt eðli sýnir sig við þess-
ar aðstæður,“ segir Magnús.
„Niðurstaðan er oft sú þegar rýnt er í
gögn eftir á að annaðhvort hafi verið gert
of lítið eða of mikið,“ segir hann. „Það er
aldrei þannig að fólk segi að einhver hafi
fundið réttu lausnina. Allar ákvarðanir
orka tvímælis og gagnrýni er óhjákvæmi-
leg. Hún er beinlínis skrifuð inn í atburða-
rásina. Öðruvísi getur þetta ekki verið
því breytingin er það hröð í eðli sínu og
heimsfaraldurinn snertir okkur öll á ein-
hvern hátt,“ segir Magnús.
„Það er þó varasamt og ákveðin
rökvilla að meta umfang faraldra ein-
göngu með því að skoða tölurnar um þá
eftir á, þegar miklum ráðstöfunum hefur
verið beitt til að lágmarka skaðann,“ segir
hann.
En er hægt að bera saman COVID-19 og
spænsku veikina sem náði landi 1918 og
Magnús hefur mikið skoðað? Þá veiktust
ríflega 60% borgarbúa og mörg hundruð
dóu. „SARS-CoV-2 er mjög smitandi og ef
við beitum ekki sérstökum aðgerðum til
að takmarka útbreiðslu getum við hæglega
lent í sömu stöðu og í spænsku veikinni,“
segir hann og bendir á að báðar veirurnar
hafi smitstuðulinn 2-3.
„En munurinn er sá að í spænsku veik-
inni var ekkert gert hér í borginni og veir-
an gekk hratt yfir og smitaði gríðarlega
marga. Ef ekki hefði verið tekið föstum
tökum á veirunni í yfirstandandi faraldri
stæðum við í mjög erfiðum sporum.“
Harðar aðgerðir í veiku kerfi
Vegna aðstæðna hefur Magnús tekið meiri
þátt í klínískum störfum með læknum
spítalans. Hann segir fólk hafa lagt mik-
ið á sig og upplifað gríðarlegt álag. „Við
getum verið mjög stolt af árangri okkar í
þessari baráttu hingað til. Vonandi verður
framhald á því nú þegar bólusetningar eru
í augsýn.
Orrustan við veiruna er samt ekki búin
þegar strax er farið er að tala um að herða
sultarólarnar. Það sendir skrýtin skilaboð,“
segir hann og vísar til aðhaldskröfunnar
sem nú er gerð á spítalann. Samkvæmt
Sagan sýnir að við lærum
mest af mistökum
Aðgerðir í heimsfaröldrum eru alltaf gagnrýndar segir Magnús Gottfreðsson
smitsjúkdómalæknir. Hann óttast að eftir að bólusetningar hefjist verði ekki stutt
við fjársvelt heilbrigðiskerfið. Það hafi verið í krónískri krísu allt frá bankahruni
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir