Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 38

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 38
38 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 gera ekki ráð fyrir að þurfa að standa við loforðin í fjárlögum þá standa menn ekki við loforðin, hvað sem þeir svo segja í ræðustól.“ En aftur að veirunni. Magnús segir að hann verði að játa að hann hafi reiknað með að þróun bóluefnis myndi taka ívið lengri tíma. En undirstaðan hafi stað- ið styrk. „Það höfðu þegar verið stigin ákveðin skref í grunnrannsóknum á skyldum veirum eins og SARS-veirunni. Einnig voru komnar fram nýjar aðferðir við hönnun og framleiðslu bóluefna,“ segir hann. „Þannig að þessi tæki voru komin í verkfærakistuna þegar faraldurinn hófst og hægt að grípa til þeirra og nota. Það vildi okkur til happs,“ segir hann. „Þetta hefur orðið til þess að við þróun bóluefna gegn SARS-CoV-2 hefur hraðamet í hverju einasta þrepi verið slegið“ En stafar fólki hætta af því að hvert skref í áttina að bólu- efni hafi verið stytt? „Ég get ekki séð að það hafi verið slegið af kröfunum,“ segir Magnús. Óvissa fylgi þó öllum framfaraskrefum. „Ég tel að allir geri sér grein fyrir hve mikið er í húfi. Ef ekki tekst vel til getur það haft mikil áhrif á ímynd bólusetninga, heilbrigðisvísinda og vísinda almennt. Það er því mikið undir að fólk beri traust til vísinda og þekkingar. Þar stöndum við Íslendingar vel sem betur fer.“ Hann telur ekki að fólk þurfi að óttast. „Við getum ekki útilokað alla áhættu í lífinu og í þessari stöðu sem við erum í. Þjóðir heimsins þar sem meðalaldurinn er hár upplifa nú gríðarlegan skaða far- sóttarinnar. Þegar bóluefni hafa fengið samþykki frá eftirlitsaðilum ætti áhættan af notkun þeirra að vera hverfandi borið saman við óbreytt ástand, sem er að leyfa þessari veiru að grassera með tilheyrandi afleiðingum.“ Verjum 38% minna í heilbrigðiskerfið en Norðmenn Norðmenn verja 38% meira í heilbrigðiskerfið er íslensk stjórnvöld, – dönsk og sænsk um 20% meira, en finnsk tæpum 5% minna þegar litið til Bandaríkjadollara á hvern þegn landanna. Þetta má lesa út úr glænýjum tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.* Fjárhæðin hækkaði milli ára hér á landi um 462 dollara á mann, fór úr 4349 dollurum í 4811, en íslensku tölurnar eru sagðar til bráðabirgða. Aukningin nemur 10,6% á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 4% miðað við miðgildi þann 31. desember árin 2018 og 2019. Öll Norðurlöndin juku fjárframlögin, sé litið til dollara á hvern þegn. Danir um 8,7%, Finnar um 9,7%. Norðmenn um 7,4% og Svíar um 6,15%. *Health spending. data.oecd.org/healthres/health-spending.htm – des- ember 2020. V I Ð T A L Þróun útgjalda á Norðurlöndunum – hlutfall af vergri landsframleiðslu Þróun útgjalda á Norðurlöndunum – dollarar á hvern þegn Magnús í vinnunni í vor þegar kófið brast á af fullum þunga. Myndir/Þorkell Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.