Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 37

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 37
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 37 V I Ð T A L fjölmiðlum nemur talan 400 milljónum á fjárlögum en á 5. milljarð sé litið til halla- reksturs síðustu ára sem standa þurfi skil á. „Ég spyr mig hvort þetta séu skilaboðin sem almenningur vill senda inn í heil- brigðiskerfið eins og staðan er? Ég er ekki viss um að það sé þannig.“ Magnús bendir á veika stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins fyrir faraldurinn. „Við megum ekki gleyma því að við erum með minni getu til að takast á við svona áföll en margar aðrar þjóðir því við erum með fremur lítið heilbrigðiskerfi og einangruð í Norður-Atlantshafi. Við getum til að mynda ekki leitað til nágrannaríkja, sent sjúklinga á milli landa eins og gert hefur verið á meginlandi Evrópu. Einnig er gjörgæslan hjá okkur lítil, eins og margoft hefur komið fram, og erfitt að stækka hana. Þetta er ekki eins og að kaupa eitt sett af tækjum og málið er leyst. Það er flókið að byggja strúktúrinn upp og margir hlekkir í þeirri keðju.“ Hann heldur áfram: „Eitt af því sem lengi hefur verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu er fjármögnun vísindastarfs og efling háskólahlutverks Landspítala. Við aðstæður sem þessar skiptir öllu máli að spítalinn og heilbrigð- iskerfið hafi burði til að rækja rannsókna- og menntunarhlutverk vel. Viðbrögð okkar verða að byggjast á þekkingu.“ Hann óttast að þegar þessi faraldur sé frá verði ekki byggt upp fyrir næsta áfall. „Ég tel reyndar að sagan sýni að við lærum mest af mistökum, þannig að ef við sleppum tiltölulega vel frá þessum far- aldri erum við ekki jafn líkleg til þess að læra af honum,“ segir Magnús og er hugsi. Vilji almennings hunsaður? „80.000 manns skrifuðu til dæmis árið 2016 undir undirskriftarlista um að efla Magnús í aðalskrifstofuhúsnæði Landspítala við Skaftahlíð 24, áður Stöð 2, þaráður Tónabær, þarþaráður Lídó. Mynd/gag. Ritstjórnin samankomin á fundi í Hlíðasmára haustið 2019. Frá vinstri: Sigurbergur Kárason, Elsa B. Vals- dóttir, Magnús Haraldsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Gottfreðsson og Gerður Gröndal. Á myndina vantar Margréti Ólafíu Tómasdóttur. Mynd/ VS. heilbrigðiskerfið og bæta fjármögnun þess. Mjög margir þeirra sem sitja á þingi í dag sitja þar út á slík loforð en núna voru að birtast tölur frá OECD sem sýna að þetta hlutfall hefur lítið sem ekkert breyst.“ Það nemi 8,8% af vergri lands- framleiðslu samkvæmt bráðabirgðatölum OECD fyrir árið 2019, frá 8,5 prósentunum frá árinu áður. Magnús bendir á að strax og talan haggist ögn upp á við sé farið fram á niðurskurð. „Tölurnar sýna að stjórnmálamenn eiga mjög erfitt með að standa við loforð um að efla kerfið, jafnvel þó að þeir lýsi því hátíðlega yfir að setja málið á oddinn. Á sama tíma upplifum við hér á spítal- anum, sem hefur verið meira og minna í krónískri krísu frá því að spítalarnir voru sameinaðir, að gengið sé fram með óraun- hæfum kröfum um niðurskurð,“ segir hann. „Maður er hugsi yfir yfir þessu í ljósi þess sem á undan er gengið.“ Hefur vilji almennings þá áhrif? „Mér sýnist ekki,“ svarar hann rólega. „Þessar tölur tala sínu máli. Nú efast ég ekki um góðan ásetning þegar orð um að efla kerfið eru sögð. En ásetningur er eitt og raunveruleg framkvæmd er annað.“ Hann vill þó ekki gera lítið úr þeim breyting- um sem gerðar hafi verið og bendir á að heilsugæslan hafi verið efld. „Staðreyndin er þó sú að kerfið í heild sinni hefur verið vanfjármagnað lengi. Fjármagn hefur nýlega verið fært frá spít- alanum til heilsugæslunnar. Það er póli- tísk ákvörðun með sínum rökum, en það var ekki beðið um það. Almenningur var að biðja um betri fjármögnun kerfisins í heild og við stöndum samt nánast á sama punktinum.“ Hann segir það dapurlegt. „Ég er hissa á að þetta skuli ekki vera rætt meira. Ég velti því fyrir mér hvort það verði þannig áfram þegar fer að nálgast kosningar,“ segir hann. „Ef menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.