Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 43

Læknablaðið - jan. 2021, Blaðsíða 43
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 43 V I Ð T A L „Á Íslandi þarf nauðsynlega fólk sem er virkt í rannsóknum eða nýkomið heim til að færa nýju þekkinguna inn í klíníska starfið. Við höfum ekki verið eins fljót og við gætum verið. En þrjár stórar byltingar í erfðafræði eiga eftir að gjörbylta læknis- fræðinni. Fyrsta byltingin er aukin grein- ingargeta. Við erum að greina miklu fleiri en áður,“ segir hann. „En það eru líka að verða byltingar í þróun meðferða og notkun á stórum gagnasettum. Ákveðin auðæfi liggja í gögnunum ef rétt er haldið á spilunum,“ segir hann. 16 ár í Bandaríkjunum Áður en Hans Tómas kom hingað til lands starfaði hann sem dósent og yfir- læknir við Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore. Þaðan útskrifaðist hann úr mannerfðafræði 2007 og barnalækningum og klínískri erfðafræði árið 2012. Hann heldur enn 25% stöðu þar ytra en situr annars með öðrum í skrifstofueiningu í gámi við Landspítala. „Já, þetta eru svolítil viðbrigði,“ segir hann og hlær. „En alltaf gott að koma heim.“ Fyrir kófið var hann eina viku í mánuði úti. „Ég hef ekki farið mikið út heldur reynt að sinna starfi mínu þar með fjarfundum. Það er erfitt að fara upp á sóttkví og skort á beinu flugi en ég vona Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði við Landspítala, stýrir málþingi á Læknadögum um tækifærin í vísindum hér á landi. Hann segir Ísland eiga möguleika á að vera í fararbroddi í að nýta erfðaupplýs- ingar við læknisstörf. Mynd/gag Forðast má landnemabreytingar meðal íslensku þjóðarinnar Enn gætir þess í erfðamengi fólks hve fáir fluttu hingað til lands við landnám. „Við sjá- um því oft sömu sjúkdómana aftur og aftur,“ segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir í klínískri erfðafræði við Landspítala. „Það væri afar gagnlegt ef fólk gæti fengið þessar upplýsingar áður en það fer í barneignir,“ segir hann. Fólk þurfi þá ekki að upplifa að eignast börn með erfiða sjúk- dóma. „Stundum getum við ekki fyrirbyggt alvarlega sjúkdóma í börnum en stundum getum við það og landnemabreytingar eru ákveðið tækifæri,“ segir hann. Séu báðir foreldrar arfberar geti verið vert að fara í fósturvísisgreiningu. „Þannig má afstýra því að eignast verulega veikt barn sem deyr á fyrstu æviárunum.“ Það sé áfall fyrir alla fjölskylduna. Fimm til sex börn svo veik fæðist árlega hér á landi. „Ég pressa ekki á að fólk fari í erfðafræðirannsókn en tel að ef fólk hefur áhuga á því ætti það að vera í boði. Mér finnst það heyra til réttinda þess.“ að næstu mánuði geti ég farið aftur í þessa rútínu,“ segir hann. „Það er frábær leið til að halda sér við.“ Hans Tómas og fjölskylda voru úti í 16 ár áður en þau sneru heim. „Maður var hættur að kvarta yfir Ameríku og farinn að njóta þess að vera þar,“ segir hann. En af hverju komu þau heim? „Út af frelsi krakkanna. Þar liggur stóri munurinn. Krakkarnir sem eru 13 og 10 ára höfðu ekki verið ein utandyra frá fæðingu,“ seg- ir hann. Þeim hafi fundist skipulag og skutlið hálf ónáttúrulegt, segir hann og vísar til konu sinnar, Lottu Maríu Ellingsen, dós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.